is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19583

Titill: 
  • CPOT verkjamatstækið: þýðing, forprófun og fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Ör þróun hefur orðið í aðferðum við að meta verki hjá alvarlega veikum sjúklingum á gjörgæslu sem geta ekki tjáð sig. Sameiginlegt með þeim aðferðum og matstækjum, sem notuð eru við það, er að þau meta verki út frá atferlishegðun sjúklinga. CPOT (Critical-Care Pain Observation Tool) og BPS (Behavioral Pain Scale) eru verkjamatstæki sem hafa verið þróuð og þykja áreiðanleg og réttmæt. Talið er að með markvissri notkun þessara matstækja megi draga úr verkjum sjúklinga á gjörgæsludeildum sem geta ekki tjáð sig. Ekki er til matstæki á íslensku sem metur verki hjá þessum sjúklingum. Markmið þessarar rannsóknar var því að greina heimildir um rannsóknir á þessum tveimur verkjamatstækjum. Það tæki sem kerfisbundin fræðileg samantekt leiddi í ljós að væri fýsilegra til notkunar á þessum sjúklingahópi var síðan þýtt og bakþýtt yfir á íslensku með viðurkenndri aðferð, það forprófað og áreiðanleiki þess og réttmæti metið.
    Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt á rannsóknum á CPOT og BPS verkjamatstækjunum var gerð til að skoða áreiðanleika þeirra og réttmæti. Í framhaldinu var verkjamatstækið CPOT þýtt úr ensku yfir á íslensku og forprófað á gjörgæsludeild Landspítala. Úrtakið samanstóð af barkaþræddum (n=17) sjúklingum í öndunarvél (13 karlmenn og 4 konur), 18 ára og eldri, sem voru meðvitundarskertir eða slævðir vegna lyfja. Hver sjúklingur var verkjametinn í ró (hvíld) einu sinni á vakt af tveimur matsmönnum (hjúkrunarfræðingum). Notuð var lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna, Cronbach alfa, Kappa og kí kvaðrat.
    Niðurstöður: Fræðilega samantektin sýndi að CPOT er fýsilegri kostur til verkjamats en BPS. Hægt er að gera verkjamat á sjúklingum sem ekki eru barkaþræddir með CPOT en ekki með BPS. Auk þess er hægt að meta vöðvaspennu með CPOT en hún er talin vera nákvæm og marktæk mæling á verkjum hjá sjúklingum sem geta ekki tjáð sig. Áreiðanleiki matsmanna var metinn með Cronbach alfa (0.784) Samræmi í mati milli matsmanna (A og B) var skoðað með Kappa og reyndist það vera miðlungssterkt (0.471). Skýrist það líklega af of litlu úrtaki. Ekki var marktækur munur á mati á milli matsmanna miðað við p<0.05. Samræmi í svörum matsmanna eftir vöktum var skoðað með kí kvaðrat og reyndust matsmenn vera sammála í 71,4% tilvika. Hlutfallið var hæst á morgunvöktum (73,3%). Marktækur munur reyndist þó ekki vera á mati milli matsmanna eftir vöktum (p>0.05).
    Ályktun: Verkjamatstækið er einfalt og auðvelt í notkun. Niðurstöður benda til þess að matsmenn eru að meta verki á svipaðan hátt og álykta megi út frá niðurstöðum með Cronbach alfa að íslenska þýðingin á CPOT verkjamatstækinu sé áreiðanleg og þar af leiðandi réttmæt. Frekari rannsókna með stærra úrtaki er þörf til að sýna fram á enn frekara réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingarinnar á CPOT verkjamatstækinu.
    Lykilorð: verkir, verkjamat, verkjamatstæki, gjörgæslusjúklingar, gjörgæsla, hjúkrun, slæving og meðvitundarskerðing.

Styrktaraðili: 
  • FÍH
Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd.pdf2.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna