is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19653

Titill: 
  • Ég er ekki teiknari : að öðlast trú á eigin getu
  • Titill er á ensku I cannot draw - Working towards self-efficacy
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að foreldrar og kennarar hafi aðgang að efni sem hentar til að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust barna. Það verkefni sem hér er kynnt fjallar annars vegar um myndabók með uppeldislegum boðskap og hins vegar um fræðilegan grunn hennar. Myndabókin er saga af litlum jeppa sem telur sig minni máttar en atburðarásin leiðir annað í ljós. Myndlist og myndmál höfðar oft til fólks á annan hátt en ritaður texti. Því eru notaðar myndir með texta til að segja sögu þessa, því myndirnar og textinn styðja hvort annað.
    Markmið verkefnisins var tvíþætt, annars vegar að búa til myndabók fyrir börn og hins vegar að rannsaka ferlið við gerð hennar. Í rannsókninni, sem er starfendarannsókn, leitast ég við að draga fram starfskenningu mína og tengsl hennar við myndabókina í von um að sá skilningur styrki mig sem fagmann og gagnist mér í starfi sem kennari. Myndabókinni er ætlað að hjálpa foreldrum og kennurum til að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust barna og auka skilning þeirra á margbreytileika.
    Ég nota aðferðafræði starfendarannsókna og vinnuna við myndabókina til að draga fram starfskenningu mína og hvernig ég vil vinna með börnum. Þau gögn sem ég byggi á eru skissubækur, minnisblöð, ljósmyndir og rannsóknardagbók, sem ég hélt meðan á rannsókninni stóð. Auk þess kafaði ég í hugskot mitt eftir gömlum minningum og tilfinningum. Til að renna fræðilegum stoðum undir myndabókina leitaði ég í kenningar fræðimanna á sviði menntavísinda og sálfræði, og tengdi myndabókina þannig enn frekar við starfskenningu mína. Verkefnið var fremur óvenjulegt og krafðist þess vegna annarrar nálgunar en venjulegt þykir við slíka rannsóknarvinnu, og kemur sú glíma fram í niðurstöðukaflanum.

  • Útdráttur er á ensku

    It is of great importance that parents and teachers have access to appropriate learning materials to help children increase their self-confidence and build their self-esteem. The project presented here introduces a pedagogical picture book and explains its theoretical background. The picture book tells the story of a small jeep who doubts his abilities. A series of events eventually brings him to an understanding of his worth. People grasp pictures and artwork differently from the way they perceive the written word. Therefore, I use both images and text to tell the story as they complement each other.
    The goal of this project was twofold: on the one hand to create a picture book for children and on the other hand to study the process of its creation. The goal of this action research was to develop my practice theory and connect it with the picture book. This learning process will hopefully strengthen me as a professional, and the knowledge and experience gained from it should be applicable in my practice as a teacher. The picture book is intended to help parents and teachers build children’s confidence and self-esteem, and to help children to understand diversity.
    I apply the methodology of action research and the work on the picture book to develop my practice theory and how I would like to work with children. The data on which I base my research are sketchbooks, notes, photographs, and a research diary that I kept during the study. I also delved into my own mind for old memories and emotions. In order to establish a theoretical foundation for the picture book I drew upon the theories of academics in the fields of education and psychology, linking the picture book even closer to my practice theory. This particular project was rather unusual and required an approach different from the one commonly taken in such research. The challenges this presented are brought to light in the results chapter.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Sunna Sigurðardóttir.pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna