is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19674

Titill: 
  • Staða kvenna í Japan: Hin japanska kona tákn þjóðarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Japan stendur fyrir mikilum breytingum í samfélaginu í dag. Fólksfjölgun fer minnkandi og hlutfall eldra fólks hefur aukist gríðarlega seinustu áratugi. Með því hefur staða kvenna smátt og smátt komið upp í umræðunni og hvert hlutverk hennar er. Fjöldi fræðimanna benda á að hin japanska kona gæti bjargað efnahagi Japans og minnkandi atvinnuþátttöku í Japan og jafnvel komið í veg fyrir hnignandi hagkerfi. Nýlega hefur komið fram í nýrri stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að auka þurfi þátttöku kvenna á vinnumarkaði og breytingar eru byrjaðar en þar sem nútímavæðing Japans hefur farið hratt fram seinustu 100 ár þá hefur staða kvenna samt sem áður ekki breyst mikið hvað varðar stöðu hennar sem tákn þjóðarinnar og bjargvætt. Þrátt fyrir aukna menntun og atvinnumöguleika þá er staða konunnar innan heimilisins ennþá fastmótuð af gömlum siðum sem hafa mótast af sterkri þjóðernishyggju. Þrátt fyrir aukna menntun kvenna og framförum í réttindum þeirra þá er ennþá ekki mikill áhugi hjá japönskum konum að taka þátt í jafnréttisbaráttu og hugsanlega er hægt að rekja það til stórs hlutfalls eldra fólks sem enn er fastmótað í gömlum viðmiðum og siðum. Settar verða því upp vangaveltur varðandi hvort þjóðernishyggja hefur haft áhrif á hlutverk japönsku konunnar í dag og hvort það sé að halda aftur af framþróun í jafnréttisbaráttu kvenna í Japan. Er hugsanlega hægt að kenna fyrirmyndum í fjölmiðlum og auglýsingum um slaka þátttöku kvenna í jafnréttisbaráttu og meiri áhuga á því að vera heimavinnandi húsmæður og stöðugri áminningu um mikilvægu hlutverki japönsku konunnar til þess að vera styrkur og stoð þjóðar sinnar. Skoðað verður hverjar birtingamyndir mismununarinnar eru í sögulegu og nútíma samhengi ásamt því að kynna þróun mála síðustu 100 ár. Út frá því verður leitast við að svara hver ástæðan fyrir slakri stöðu kvenna í Japan sé og þetta kannað út frá hugmyndafræði þjóðerniskenndar og viðmiða sem siðir og venjur hafa innleitt í samfélagið.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða_kvenna_í_Japan_Hin_japanska_kona_tákn_þjóðarinnar.pdf713.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna