is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19688

Titill: 
  • Grenndarkennsla myndmenntakennara : skapandi starf í samspili við samfélag og náttúru
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta meistaraprófsverkefni er unnið í þeim tilgangi að varpa ljósi á námstækifæri sem búa utan veggja skóla og hvernig hægt er að nýta nánasta umhverfi, náttúru, söfn eða annað í nærumhverfinu. Athyglinni var beint að kennslu í myndmennt. Markmiðið var að kynnast hvernig myndmenntakennarar nýta sér nánasta umhverfi og nærsamfélag í kennslu. Rannsóknin er eigindleg og viðfangsefni hennar var að skoða grenndarkennslu fjögurra myndmenntakennara með viðtölum og vettvangsathugunum í fjórum mismunandi skólum. Viðtölin voru tekin í janúar 2014 og vettvangsathuganir gerðar í mars 2014. Lögð var áhersla á að kanna viðhorf kennaranna og reynslu af samþættingu, samvinnu og skapandi kennsluháttum. Skoðað var hvaða ávinningar nást í listnámi barna með grenndarkennslu og samstarfi kennara eða við samstarfsaðila í samfélaginu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að aðaláhersla þessara fjögurra myndmenntakennara í grenndarkennslu var á útikennslu og umhverfismennt en þeir lögðu litla áherslu á að kenna nemendum á samfélagið og það sem það hefur upp á að bjóða. Samstarf við aðra kennara í skólunum var lítið en myndmenntakennararnir voru opnir fyrir fjölbreyttum kennsluháttum og auknu samstarfi. Sköpun og margbreytilegar kennsluaðferðir voru áberandi í starfi þessara kennara. Þeir töldu ýmsar hindranir vera Í vegi fyrir samstarfi við söfn eða aðra starfsemi utan skólans. Hins vegar var starf myndmenntakennaranna skapandi og fjölbreytt. Í flestum tilfellum nýttu þeir sér náttúruna í sinni kennslu en þó ekki samfélagið og söfnin.

  • Útdráttur er á ensku

    Art teachers creating learning activities in the interplay of community
    and nature
    The purpose of this master’s thesis is to examine educational opportunities that are found outside the school walls and how to use the surrounding area, nature, museums and other opportunities in thelocal community for the benefit of education. The main focus is towards education in art class. The goal is to study how art teachers use the surrounding areas and the local community to their advantage in their teaching. This is a qualitative study where I interviewed four art teachers to ask them about their teaching in the local surroundings in their four different schools. The interviews were taken in January 2014 and the field studies conducted in March 2014. Emphasis is placed on exploring the teachers’ perspective and experience of integration, collaboration and creative teaching methods, as well as the benefits achieved through local studies and co-teaching of art education for children with partners in the community.
    The main conclusion of this study is that the focus of these particular art teachers in local studies is on outdoor education and environmental education, but that they place less emphasis on teaching students about what the community itself has to offer. Collaboration with the other teachers in the school was little, but the teachers were open to a variety of teaching methods and increased cooperation. Creativity and the variety of teaching methods were evident in the work of these teachers. They weigh various obstacles when it comes to finding partnerships with museums or other activities outside the school. However the job of the art teachers was creative and varied. In most cases, the teachers are taking advantage of the surrounding nature in their teaching but not so much of the community and museums.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir3.pdf3.21 MBOpinnPDFSkoða/Opna