is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19689

Titill: 
  • Úrræði fimm leikskólakennara í fjölmenningarlegri kennslu : hlutverk, uppeldissýn og gagnlegar leiðir í menntun leikskólabarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er fjallað um hlutverk leikskólakennarans í fjölmenningarlegu samfélagi. Íslenskar og erlendar rannsóknir á kennslu innflytjendabarna eru skoðaðar með það í huga að afla upplýsinga um hvers konar kunnátta og færni skapar árangur hjá leikskólakennurum í fjölmenningarlegri kennslu.
    Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn þar sem svara átti eftirfarandi spurningu; Hvaða leiðir eru farsælar fyrir leikskólakennara til að styðjast við í námi innflytjendabarna í leikskólum og samþætta ólíka menningu? Þátttakendur eru fimm leikskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa allir starfað við fjölmenningarlega kennslu. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þá sem síðan voru greind eftir hefðbundnum eigindlegum aðferðum og borin saman við kenningarramma verkefnisins sem byggir á fimm þáttum Banks (2010). Um er að ræða atriði sem þurfa að vera til staðar svo vel takist til við fjölmenningarlega kennslu. Þessir þættir eru; Sameining inntaks, þekkingarsmíði, minnkun fordóma, jafnræðis uppeldi og efling skólamenningar. Markmiðið með viðtölunum er að öðlast dýpri skilning á hlutverki leikskólakennara og hvernig þeir vinna með margbreytileika og fjölmenningu í sínum leikskóla. Jafnframt að safna saman hagnýtum upplýsingum um þær leiðir sem hafa gagnast þessum leikskólakennurum í starfi með fjölbreyttum barnahópi með megin áherslu á börn af erlendum uppruna og samþættingu í leikskólastarfi.
    Helstu niðurstöður sýna að leikskólakennararnir sem rætt var við töldu að notkun fjölbreyttra námsgagna gögnuðust best í samþættingu ólíkra menningarheima og til að byggja upp þekkingu barna og leikskólakennara. Þeir töldu mikilvægt að rækta þá fjölbreytni sem einkennir barnahópa í leikskólum landsins til að styrkja stöðu þeirra og byggja upp þekkingu á fjölmenningu innan leikskóladeilda til þess að ólíkir menningarheimar fái að njóta sín og aukin þátttaka fullorðinna og barna í starfinu verði virk.
    Fræðsla innan leikskóla, bæði utanaðkomandi og frá samstarfsfólki er undirstaða góðs fjölmenningarstarfs sem getur styrkt færni og farsælar leiðir leikskólakennara í starfi. Einnig kom í ljós að jöfnuður innan leikskólans og væntingar til leikskólabarna er mikilvægur grundvöllur fyrir velferð og þátttöku þeirra. Að auki kom fram að leikskólakennararnir telja mikilvægt að vinna eftir hugmyndafræði um nám án aðgreiningar og að inntak námsins og hæfni leikskólakennara skiptir miklu máli fyrir innra starf fjölmenningarlegra leikskóla.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Rósa Linda.pdf978.31 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF