is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19718

Titill: 
  • Upplýsingahegðun leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn á upplýsingahegðun leikskólakennara. Markmiðið var að skoða af hverju, hvar og hvenær leikskólakennarar afla og miðla upplýsingum í tengslum við starf sitt og hvað getur mögulega staðið í vegi fyrir því. Til að fá innsýn í upplýsingahegðun leikskólakennara var framkvæmd eigindleg rannsókn sem byggir á aðferðum grundaðrar kenningar. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við átta leikskólakennara í fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstöður leiddu í ljós að leikskólakennarar leita helst upplýsinga á Internetinu og hjá samstarfsfólki. Samhliða tækniþróun fer upplýsingaleit í auknum mæli fram um leið og upplýsingaþörf kviknar en einnig er henni sinnt í undirbúningstíma og heima hjá viðmælendum utan vinnutíma. Helstu hindranir í upplýsingaleit voru tæknilegs eðlis en einnig tímaskortur. Leikskólakennarar miðla einkum upplýsingum til foreldra leikskólabarna, barnanna sjálfra og samstarfsfólks. Örar breytingar hafa verið í upplýsingamiðlun til foreldra en eftirspurn virðist einkum vera eftir myndrænum upplýsingum sem foreldrar þurfa ekki að sækja sér sjálfir. Samskipti augliti til auglitis voru af mörgum talin ákjósanlegust þar sem upplýsingar skili sér ekki alltaf á rafrænan hátt, hvort sem er til foreldra eða samstarfsfólks.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Steinarsdóttir-MLIS.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna