is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19720

Titill: 
  • Veggmálverk Barböru Árnason í vesturbæ Reykjavíkur. Vandkvæði veggmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um veggmálverk í opinberum rýmum á sjötta áratug 20. aldar. Í ritgerðinni eru tekin fyrir veggverk í þrem byggingum á Íslandi. Verkin eru öll eftir Barböru Árnason. Í tengslum við verkin hennar er litið á hugmyndir um list í almannarými en það listform sem hefur helst verið notað sem miðill fyrir list fyrir almenning eru vegglistaverk. Í lok 19. aldar og í byrjum 20. aldar fá veggmyndir nýtt hlutverk með tilkomu list- og handverkshreyfingunnar, veggmyndahreyfingunni í Mexíkó, Bauhaus skólanum og De Stijl. List- og handverkshreyfingin upphefur veggmyndagerð til að gegna sem félagslegt og siðferðislegt mótvægi við tæknvæðingun. Í Mexíkó verður hins vegar bylting í gerð veggmynda með veggmyndahreyfingunni þar sem áhersla var lögð á þjóðernisleg myndefni. Bauhaus og De Stijl nota veggmyndir sem part af stefnu sinni í að samþætta listform. Þessara breyttu áherslna var einnig að gæta hér á landi. Mikil uppbygging á sjötta áratugnum eftir stríðið varð til þess að samstarf módernískra arkitekta og listamanna, sem og samþætting listforma blómstraði, og sprenging varð í gerð veggmynda. Lítið af þessum veggmyndum hafa hinsvegar varðveist og litlar heimildir um þau eru til.
    Í ritgerðinni eru veggmyndir Barböru Árnason skoðaðar með tilliti til þeirra vandamála sem fylgja veggverkum en þessi verk eru viðkvæm og hafa allt of oft verið eyðilögð, skemmd og tekin niður vegna breytinga á eignarhaldi, vanþekkingu og mistaka. Barbara málaði veggmyndir í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún málaði tvær veggmyndir í anddyrir Melaskóla í upphafi sjötta áratugarins og síðar í hátíðarsal sem leiddi líklega til þess að hún var fengin til að mála veggmynd í Vesturbæjarapótek og Vesturbæjarlaug. Myndirnar í Melaskóla eru einu verkin af þessum þremur byggingum sem er á upprunalegum stað og í góðu ásigkomulagi. Lítið hefur verið fjallað um veggmyndir á Íslandi frá þessum tíma enda heimildir brotakenndar og því mikilvægt að draga fram framlag Barböru til sögu veggmyndagerðar á Íslandi. Barbara var vel menntaður listamaður sem auðgaði íslenska list með fjölbreytilegum og fáguðum myndverkum sínum, stór partur af listaverkum eftir hana er að finna í Listasafn Kópavogs-Gerðarsafni.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Telma Haraldsdóttir_BA.pdf8.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna