is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19740

Titill: 
  • „Í listinni felast lykilsamskipti fólks.” Mob Shop, alþjóðlegar sumarvinnustofur listamanna í ljósi kenninga John Deweys og heimspekilegrar verkhyggju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um Mop Shop, alþjóðlegar sumarvinnustofur listamanna, sem Magnús Pálsson starfrækti á níunda áratug síðustu aldar. Vinnustofuna hélt Magnús fjórum sinnum, hverja með sínu sniði og var sú fyrsta haldin á Íslandi árið 1981 og sú síðasta í Danmörku árið 1989. Þegar Magnús stofnaði til fyrstu sumarvinnustofunnar hafði hann um áratugaskeið verið leiðandi á sviði samtímalistar og nafn hans tengst alhliða breytingum í myndlist sem áttu sér stað hér á landi á sjöunda áratugnum.
    Markmið Magnúsar með sumarvinnustofunum var að miðla því nýjasta sem var að gerast í listum í hinum vestræna heimi. Hann vildi stuðla að samtali á milli listgreina, eyða fordómum sem til staðar voru í samfélaginu gagnvart nýlistinni og stofna til samskipta og vináttu á milli listamanna.
    Hanna Higgins listfræðingur bendir réttilega á í bók sinni Fluxus Experience að í listsköpun flúxuslistamanna sé ákveðin tilhneiging til tilrauna, samvinnu og samskipta. Hún ræðir um alþjóðlegt tengslanet flúxuslistamanna og tengsl hreyfingarinnar við menntunarfræði og kennslu. Hún bendir á að ákveðin samsvörun sé á milli hugmyndafræði heimspekilegrar verkhyggju, kenninga heimspekingsins og kennslufræðingsins John Deweys og hugmynda flúxuslistamanna um listina og lífið. Hér verður athugað hvort og þá með hvaða hætti kenningar Deweys og hugmyndafræði verkhyggjunnar eiga sér samsvörun í framkvæmd og hugmyndafræði Magnúsar í Mob Shop, alþjóðlegum sumarvinnustofum listamanna.

Samþykkt: 
  • 15.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldvina Sigrún Sverrisdóttir.pdf5.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna