is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19753

Titill: 
  • Þjóðmenningarvíddir Hofstede: Samanburðarrannsókn á VSM spurningarlistum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Margir fræðimenn hafa á undanförnum áratugum verið að kortleggja þjóðmenningu landa og fer þar Geert Hofstede fremstur í flokki. Hofstede hefur frá því á sjöunda áratugnum rannsakað 110 lönd og greint þjóðmenningu þeirra í sex menningarvíddir. Þessar sex víddir nefnast valdafjarlægð, einstaklingshyggja, karllægni, óvissu-hliðrun, langtímahyggja og undanlátssemi. Til þess að mæla þessar víddir hefur Hofstede þróað spurningarlista sem nefnist VSM og hefur þessi listi verið í stöðugri þróun frá árinu 1980.
    Markmið þessarar ritgerðar er að gera samanburð á öllum VSM spurningarlistunum sem gerðir hafa verið, en þeir eru sex talsins, og verður þá sérstaklega gerður samanburður á síðustu þremur spurningarlistunum sem nefnast VSM94, VSM08 og VSM2013. Einnig er ritgerðinni ætlað að gera ýtarlega grein fyrir rannsókn Hofstede í heild sinni og hvaða breytingum hún hefur tekið í gegnum árin.
    Þar sem þetta er samanburðarrannsókn þá er stuðst við megindlegar rannsóknaraðferðir. Hún er í grunnin yfirlitsrannsókn þar sem höfundur hefur lesið yfir fjöldan allan af rannsóknum, greinum og skýrslum sem tengjast viðfangsefninu og sett þær saman í eitt heildar yfirlit. Einnig snýr rannsóknin að greiningu á fyrirliggjandi gögnum. Þannig safnar höfundur ógrynni upplýsinga, greinir þessar upplýsingar, fjallar um þær og leggur mat á þær.
    Rannsókn Hofstede hefur tekið töluverðum breytingum frá því á sjöunda áratugnum. Löndum sem Hofstede hefur rannsakað hefur fjölgað um meira en helming, víddum hefur fjölgað frá fjórum í sex og Hofstede situr ekki lengur einn að þessari viðamiklu rannsókn. Hann hóf að vinna með fræðimönnunum Michael H. Bond og Michael Minkov og er það að miklu leyti þeirra rannsóknarvinna sem gaf af sér síðustu tvær víddirnar. VSM spurningarlistarnir hafa í takt við rannsóknina tekið miklum breytingum. Breytingarnar eru aðallega til þess fallnar að aðlaga þá sífellt betur að því að fanga öll menningareinkenni landa. Í takt við stækkandi rannsókn hefur þurft að breyta spurningum og áherslum til þess að hægt sé að ná utan um allar hliðar þjóðmenningar.

Samþykkt: 
  • 16.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð lokaskjal.pdf855.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna