is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19762

Titill: 
  • Afturköllun flugstarfaskírteina sökum heilsubrests
  • Revocation of an airman certificate due to a health problem
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afturköllun starfsskírteina atvinnuflugmanna og flugumferðarstjóra er hér skoðuð í víðtækri umgjörð loftréttar/flugréttar. Atvinnuréttindi eru réttindi til að stunda tiltekna atvinnu, sem jafnan er efnahagslegur grundvöllur mannlegrar tilveru. Atvinnufrelsi er frelsi til að stunda þá atvinnu sem maður kýs sér. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 veitir því stjórnskipulega vernd, sbr. 1. mgr. 75. gr. Hvorki atvinnufrelsið né jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar standa því í vegi, að sökum almannahagsmuna geri lög kröfu um tiltekna þekkingu og þjálfun, líkamlegt og andlegt atgervi þeirra sem atvinnu stunda. Atvinnuréttindi eru því verðmæt réttindi, sem stjórnarskráin verndar sem „eign“, sbr. 1. mgr. 72. gr.
    Störfum flugmanna og flugumferðarstjóra fylgir mikil ábyrgð, því að hætta er á, að af þeim hljótist stórfellt tjón. Þess vegna þurfa flugmenn og flugumferðarstjórar að standast ströng próf til sönnunar því, að þeir hafi til að bera góða líkamlega og andlega heilsu, þekkingu og þjálfun. Til að tryggja þetta þurfa þeir að standast ströng próf og fá sérstök skírteini því til staðfestingar, sem þeir skulu ávallt bera á sér.
    Um gildi og gildistíma starfsskírteina þessara hafa verið settar ítarlegar lagareglur, og þá m.a. hvernig menn glata rétti til þeirra og hvernig þau sæta ógildingu/afturköllun. Reglur þessar er að finna í alþjóðlegum sáttmálum og stjórnsýslurétti einstakra ríkja. Kjarasamningar kveða einnig á um reglur af þessum toga. Þær endurspegla annars vegar kröfur flugöryggis og hins vegar kröfur atvinnuöryggis flugmanna og flugumferðarstjóra, og þar á milli getur myndast umtalsverð spenna.

Samþykkt: 
  • 16.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2010_BS_Ingibjorg_Sigurdardottir.pdf605.94 kBLokaður til...01.09.2050HeildartextiPDF

Athugsemd: Skráin er læst að ósk höfundar vegna viðkvæms efnis.