is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19767

Titill: 
  • Áætlanagerð og framkvæmd stefnu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lagt er upp með spurninguna „Hvernig geta fyrirtæki nýtt áætlanagerð til að styðja við framkvæmd stefnu sinnar og hvernig er þessu háttað hjá íslenskum fyrirtækjum?“.
    Í umræðu um framkvæmd stefnu kemur fram að lykilatriði er að þýða óljósa stefnu (t.d. að verða stærstir á viðkomandi markaði) yfir í skýr og mælanleg markmið (t.d. stefnt er á 40% markaðshlutdeild) svo bera megi kennsl á þau verkefni sem ráðast þarf í til að styðja við stefnuna (t.d. fjárfesta í markaðsherferð) ásamt þeim aðföngum (tími, fjármagn, þekking starfsmanna, o.s.frv.) sem nauðsynleg eru til að geta framkvæmt þessi verkefni. Skorkortið er verkfæri sem nota má til að þýða stefnuna yfir í vel skilgreind verkefni. Til að styðja svo við framkvæmd þeirra verkefna sem stuðla að framkvæmd stefnunnar er mikilvægt að huga að verkefnastjórnunarferlum og þá sérstaklega hvort þeir styðji við framkvæmd verkefna sem oft þurfa aðkomu margra aðskildra deilda og hugsanlega geta farið á skjön við skammtímasjónarmið (t.d. setja fjármagn í ofangreinda markaðsherferð jafnvel þegar fyrirtækinu skortir fjármagn).
    Í umræðu um áætlanagerðina er farið stuttlega yfir hefðbundið áætlanaferli og þá kosti sem það hefur í för með sér en einnig er rætt um marga þá vankanta sem oft tengjast ferlinu. Varðandi tengsl við stefnuna og hvernig áætlunin geti markvisst nýst til að styðja við framkvæmd hennar þá kemur fram að mikilvægt sé að fyrirtæki tryggi að niðurstöður úr skorkorti varðandi hvaða verkefni skuli framkvæma (ásamt þeim aðföngum sem þau krefjast) skuli skýrt tilgreindar í áætluninni og þá helst í sérstökum kafla sem kalla má stefnukostnaðaráætlun (e. StratEx). Með því móti geta starfsmenn séð hvaða stefnumiði einstaka stærðir í áætluninni tengjast og stjórnendur geta betur fylgst með framkvæmd þeirra og gripið í taumana ef frávik verða.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensk fyrirtæki virðast mörg ekki markvisst nota skorkortið, né heldur áætlunina, á þennan máta. Tengsl stefnu og áætlunar virðast í mörgum tilfellum vera frekar óformleg, í því formi að sama fólkið kemur að báðum ferlunum eða að einungis megin áherslum úr stefnumótun er miðlað sem forsendum inn í áætlanaferlið, án þess að vera sérstaklega skráð sem stefnutengd verkefni í áætluninni.
    Niðurstaðan er því sú að svo virðist sem íslensk fyrirtæki séu ekki að nýta áætlunina nægilega vel til að markvisst styðja við framkvæmd stefnu sinnar.

Samþykkt: 
  • 17.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna