is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19768

Titill: 
  • Ráðgjöf í endurskoðunarfyrirtækjum. Er óhæði tryggt?
  • Titill er á ensku Consultancy in Accounting Firms. Is Independence ensured?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mörg endurskoðunarfyrirtæki sinna endurskoðun auk ýmis konar ráðgjöf. Hætt er við því að þessi ráðgjöf skarist á við störf endurskoðandans og því þarf að leita leiða til að tryggja óhæði hans. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort og þá hvernig það er tryggt að ráðgjafarvinna innan endurskoðunarfyrirtækja ógni ekki óhæði endurskoðandans.
    Byrjað er á því að skoða hvað almennt felst í starfi endurskoðandans, með tilliti til laga um endurskoðendur nr. 79/2008 og siðareglna Félags löggiltra endurskoðenda frá 2011. Einnig er farið yfir þá ráðgjöf sem almennt er í boði hjá alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum, hverjir eftirlitsaðilar eru og hvaða vinna hefur átt sér stað innan starfsstéttarinnar eftir efnahagshrunið haustið 2008.
    Í rannsókninni var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka viðtal við starfsmenn þriggja alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja sem starfrækt eru á Íslandi. Lagðar voru til grundvallar fjórar spurningar sem snéru að almennri umfjöllun um þá ráðgjöf sem fyrirtækin veita, hvernig ráðgjöfinni er háttað og hvort verklagsreglur eru til staðar ef upp kemur upplýsingaleki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að gerðar eru miklar kröfur um aðskilnað ráðgjafar og endurskoðunar í þeim fyrirtækjum sem um ræðir. Traust er lykilorð í þessari starfsgrein og mikið lagt upp úr því halda trúnaði og góðu orðspori. Verklagsreglur eru til staðar og viðurlögum er beitt ef upp kemst um brot í starfi endurskoðenda.

Samþykkt: 
  • 17.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Guðlaug_Jóhannsdóttir_BS.pdf399.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna