is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19775

Titill: 
  • Tengsl hvatningar og starfsánægju. Viðhorf starfsmanna búsetukjarna til hvatningar og starfsánægju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er hvatning og starfsánægja. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri eru helstu hugtök skilgreind auk þess sem fjallað er fræðilega um sögu mannauðsstjórnunar, starfsánægju og hvatningarhugtakið. Í seinni hlutanum er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á hvatningu og starfsánægju starfsmanna búsetukjarna. Tekin voru hálfopin viðtöl við starfsmenn búsetukjarnans og niðurstöður settar fram í kjölfarið. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar voru tvær. Sú fyrri er hvort starfsmenn búsetukjarnans telji sig vera hvatta áfram af yfirmanni. Sú seinni, hvort þeir séu almennt ánægðir í starfi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var leiddu í ljós að starfsmennirnir upplifðu afar takmarkaða hvatningu frá yfirmanni. Hvað varðar seinni rannsóknarspurninguna hafði enginn viðmælendanna hug á að segja starfi sínu lausu og þeir töldu sig allir vera nokkuð ánægða í starfi. Lögðu þeir enn fremur allir mikla áherslu á að það eina sem hefði neikvæð áhrif á starfsánægju væru atriði sem snéru með einhverjum hætti að stjórnun skipulagsheildarinnar. Þau atriði sem helst voru nefnd til sögunnar snérust um stjórnun og skort á endurgjöf auk ýmiss konar samskiptavandamála sem skiluðu sér í óvissu og skertri upplifun á starfsöryggi.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokalokabs.pdf714.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna