is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19779

Titill: 
  • Er æskilegt að íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesti í óskráðum verðbréfum? Seljanleiki og verðlagning verðbréfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í maí 2013 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða í þá átt að hækka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða á óskráðum verðbréfum úr 20% í 25% af hreinni eign hvers lífeyrissjóðs, skv. 3. mgr. 36. gr. laganna.
    Markmið þessarar ritgerðar er að leitast við að svara þeirri spurningu hvort æskilegt sé að lífeyrissjóðir fjárfesti í óskráðum verðbréfum og, ef svo er, að hvaða marki. Í því skyni var skoðað hvernig og hvort önnur lönd með stórt lífeyriskerfi eins og Ísland setja mörk við fjárfestingarheimildir og þau lög og reglur sem gilda um íslenska verðbréfamarkaðinn. Stærstu hagsmunirnir í að skrá verðbréf á skipulegan verðbréfamarkað eru að slík bréf eiga að vera öruggari fjárfesting, bæði með tilliti til þeirra reglna sem gilda um markaðinn en þó ekki síst vegna aukins seljanleika. Því er seljanleiki verðbréfa skoðaður sérstaklega og hvernig seljanleiki tengist áhættu og ávöxtun. Það kemur ennfremur í ljós að mörg skráð íslensk skuldabréf hafa í raun lítið til að bera umfram óskráð skuldabréf.
    Áhrif seljanleika á vænta ávöxtun eru tvíþætt. Annars vegar koma þau frá viðskiptakostnaði sem stafar aðallega af verðbilinu milli kaup- og söluverðs. Hins vegar koma þau frá seljanleikaáhættu sem er afleiðing af fylgni milli breytinga seljanleikaálags viðkomandi eignar, seljanleikaálags markaðsvísitölunnar og ávöxtunar markaðsvísitölunnar. Seljanleikaáhætta er því hluti af markaðsáhættu, sem er ekki eyðanleg áhætta.
    Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar, sem ættu að geta nýtt sér seljanleikaálag til að auka ávöxtun sína. Heimildir til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum ættu því að geta aukið ávöxtun, en jafnframt minnkað áhættu vegna dreifðara eignasafns. Fjárfesti lífeyrissjóðir hins vegar of stóran hluta eignasafns síns í óskráðum verðbréfum er viðbúið að áhættan aukist á ný. Við hvaða mörk sá snúningspunktur liggur nákvæmlega, var ekki hægt að ákvarða út frá þeim gögnum sem voru aðgengileg í þessari rannsókn.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er æskilegt að íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesti í óskráðum verðbréfum.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna