is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19780

Titill: 
  • Hrós er alþjóðlegt: Upplifun stjórnenda á aðlögun erlendra starfsmanna þeirra að fyrirtækjamenningu í þjónustufyrirtækjum á suðvesturhorni Íslands
  • Titill er á ensku Praise is Universal:Managers' lived experience of the adaptation of foreign employees to organizational culture in service industry companies in Southwest Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnunarfræðin hefur þróast mikið síðustu áratugi og staðist tímans tönn. Fjöldi rannsókna og kenninga um fyrirbærið hafa gegnt þeim tilgangi að aðstoða núverandi stjórnendur við að betrumbæta stjórnunarhæfileika sína á vinnustöðum nútímaskipulagsheilda.
    Megintilgangur þessarar ritgerðar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun stjórnenda á aðlögun erlendra starfsmanna, þegar kemur að fyrirtækjamenningu í þjónustufyrirtækjum þeirra. Upplifun þeirra sem rætt var við vegna rannsóknar á að veita nútímastjórnendum ákveðna innsýn í, og leiðbeiningu um, hvernig best sé að haga aðlögunarferli erlendra starfsmanna og stjórnuninni á fjölmenningarlegum vinnustöðum.
    Rannsóknin var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð í þeim tilgangi að skyggnast betur inn í heim stjórnenda. Fyrirbærafræðileg aðferð var talin vera besta leiðin til að öðlast dýpri skilning á reynsluheimi viðmælendanna og að skilja betur upplifun þeirra í samræmi við rannsóknarspurninguna.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendurnir upplifðu aðlögun erlendra starfsmanna sem krefjandi og langvarandi verkefni. Hins vegar virtust viðmælendurnir búa yfir vissri vanþekkingi á hugtakingu fyrirtækjamenningu, sem gaf í skyn að þeir ættu erfitt með að túlka sjálft aðlögunarferlið. Aftur á móti voru nokkrir áhrifaþættir sem þeir töldu hefta aðlögun starfsmanna þeirra og voru þeir: Íslensk menning, íslenskt tungumál, samskipti, aðlögun og fordómar. Þessir þættir höfðu neikvæð áhrif á sjálft aðlögunarferlið að mati viðmælendanna og virtist íslenska tungumálið og siðvenjur íslenskrar menningar oft og tíðum vera erlenda vinnuaflinu ofviða. Hegðun starfskraftsins einkenndist af miklu óöryggi og minnimáttarkennd. Að mati viðmælendanna var mikilvægast að skapa jákvætt og hvatningsríkt umhverfi til að auðvelda aðlögunarferlið, þ.e.a.s. hvetja til samvinnu og vináttu milli samstarfsaðila til að draga úr einangrun og óöryggi í fari þeirra. Þrátt fyrir ýmsar hindranir voru viðmælendurnir á þeirri skoðun að fjölbreytileiki innan heildanna veitti þeim forskot á vinnumarkaðnum. Að lokum, er það von rannsakandans að eftirfarandi rannsókn komi til með að nýtast öðrum í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Management theory has developed rapidly in recent decades and withstood the test of time. A number of studies and theories about the phenomenon have been written with the purpose of assisting the current management to improve their managerial work in modern organizations.
    The main purpose of this thesis is to answer the following question: What is the experience of managers when it comes to adaptability of their foreign workers and daily contact with them in multicultural workplaces? The answer to the question is to provide modern managers specific insight and guidance how best to help foreign workers to adapt and manage a multicultural workplace.
    The study was performed on the phenomenological method to gain a deeper understanding of the experiences that the interviewees related to understand the research question in a better way.
    The main findings of the study indicated that the interviewees experience the adaptation of their foreign workers as a very challenging and long term task. However, the interviewees seemed to possess a certain ignorance of the concept organizational culture, which suggested that they had difficulties explaining the adaptation process itself. Even so, there were several factors that interviewees thought restrained the whole adaptation process for their foreign labor. These factors were: Icelandic culture, Icelandic language, communication, adaptation and prejudice. These factors all had some negative affect on the integration process itself. Icelandic language and cultural habits seemed to be too much for foreign workers at times. Behavior of the foreign labor was characterized therefore by insecurity, inferiority complex and isolation. The interviewees thought it was important to create a positive and incentive environment to facilitate the adaption process to encourage collaboration and friendship between the partners to decrease isolation and insecurity. Although interviewees experienced obstacles and tried as much as possible to deal with them, they were still in the opinion that diversity provides their organization a huge advantage in the labor market. Finally, it is the wish of the researcher that the following study will benefit others in the foreseeable future.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanney Einarsdóttir.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna