is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19837

Titill: 
  • „Það hefur bara jákvæð áhrif á þau“ : upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • K-PALS (Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) felur í sér aðferðir til að ýta undir byrjandi lestrarfærni fimm og sex ára barna. Nemendur vinna saman í pörum og þjálfa hvor annan eftir að kennari hefur kynnt verkefni. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvernig starfsmönnum leikskóla þykir að vinna með aðferðir K-PALS. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þrettán starfsmenn fimm leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin leiddu í ljós að þrátt fyrir neikvæðni í garð aðferðanna í byrjun sáu starfsmenn fljótt að K-PALS bar árangur og viðhorf þeirra urðu jákvæðari. Starfsmenn voru sammála um jákvæð áhrif aðferðanna á lestur og félagsfærni barnanna og tóku eftir greinilegum framförum. Þeir höfðu allir góða upplifun af því að vinna með K-PALS aðferðirnar þó hugmyndir kæmu fram um hvernig mætti bæta vinnu með þær og einhverjir vildu hafa K-PALS sjaldnar í viku. En viðmælendum fannst árangur barnanna vera greinilegur og að börnin væru ánægð og stolt og það fannst starfsmönnum skipta mestu máli. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þær ályktanir að K-PALS henti vel sem viðbótarefni við það lestrarumhverfi sem fyrir er í leikskóla og að leikskólastarfsmönnum líki vel að vinna með aðferðir K-PALS.

Samþykkt: 
  • 25.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Helga M.Ed. .pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna