is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19838

Titill: 
  • Þjóðararfur í íslenskukennslu : þjóðsögur og hvunndagur liðinna tíma sem kennsluefni í fjölmenningarsamfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er til fullnustu M.Ed.-gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið er blanda af heimildaritgerð og námsefnisgerð og ber heitið; Þjóðararfur í íslenskukennslu - Þjóðsögur og hvunndagur liðinna tíma sem kennsluefni í fjölmenningarsamfélagi. Verkefnið er á kjörsviðinu Skóli án aðgreiningar og fjölmenning. Byggt er á innlendum og erlendum fræðilegum heimildum ásamt efninu sem er til grundvallar verkefnagerðinni, upptökum sem varðveittar hafa verið á Stofnun Árna Magnússonar. Á þeim tekur Hallfreður Örn Eiríksson viðtöl við fjölskyldu sem var búsett á Úlfljótsvatni um aldamótin 1900. Farið er með kvæði, sagðar sögur og einnig rætt um hversdagslegar venjur og siði.
    Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á mikilvægi slíkra heimilda fyrir komandi kynslóðir og gildi þeirra í íslenskukennslu í dag. Meginspurningin var: „Hvernig nýtist þjóðlegur fróðleikur í íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi?“ Skoðuð var staða nemenda á Íslandi sem hafa íslensku sem annað mál og fjallað um hvernig kennslufræði íslensku er háttað, bæði sem móðurmáls og annars máls. Helstu niðurstöður voru þær að þjóðlegur fróðleikur og sagnir eru ákjósanlegir kostir í íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi þar sem nemendur sitja yfirleitt við sama borð þegar kemur að úreltum orðum eða hugtökum sem þarfnast útskýringa. Fjölbreytni í verkefnum þar sem nemendur með íslensku sem annað mál hafa val um að fjalla um sögur frá heimalandi sínu auka víðsýni og umburðarlyndi í nemendahópnum en einn af grunnþáttum aðalnámskrár er jafnrétti. Einnig hefur efnið þjóðmenningarlegt gildi því sagnahefðin er stór hluti af þjóðinni sem og mannkyninu öllu sem vert er að varðveita og hlúa að.

Samþykkt: 
  • 25.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva Brá Jensd..pdf1.38 MBOpinnPDFSkoða/Opna