is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19959

Titill: 
  • „Hamingjan er hér“ : samfélagsleg áhrif Bræðslunnar á Borgarfirði eystra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna þau áhrif sem tónlistarhátíðin Bræðslan hefur haft á samfélagið á Borgarfjörð eystra þar sem hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2005 og nýta niðurstöðurnar til að búa til betri viðburð. Í ritgerðinni er fjallað um samfélagsleg áhrif viðburða, um tónlistarhátíðir, hérlendis og erlendis og um jaðarbyggðir. Dregin er upp mynd af bakgrunni Bræðslunnar á Borgarfirði og stöðu samfélagsins þar. Beitt var aðferðum þátttökurannsókna auk þess sem framkvæmdar voru spurningakannanir meðal heimafólks á Borgarfirði og gesta hátíðarinnar.
    Helstu niðurstöður eru þær að Bræðslan nýtur mikils velvilja bæði hjá gestum hennar og meðal heimafólks. Hátíðin hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið á Borgarfirði, styrkt sjálfsmynd íbúa og styrkt efnahagslega innviði. Þá hefur hún aukið verulega sýnileika staðarins í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
    Þrátt fyrir að hátíðin hafi aukið bjartsýni meðal heimamanna og blásið þeim jákvæðan anda í brjóst er a.m.k. ennþá ekki hægt að fullyrða neitt um að hún muni beinlínis snúa við neikvæðri íbúaþróun á staðnum.
    Í rannsókninni komu fram atriði sem gestir og heimafólk sögðu betur mega fara varðandi framkvæmd hátíðarinnar. Brugðist hefur verið við flestum þessara atriða og áfram verður unnið að því að nýta niðurstöður hennar til að skapa betri viðburð.

Samþykkt: 
  • 27.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð - Hamingjan er hér - Áskell Heiðar Ásgeirsson.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna