is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19971

Titill: 
  • Púsluspil án mynsturs? Fjölbreytt samspil við aðlögun ungs fólks af erlendum uppruna
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Innan þvermenningarlegrar sálarfræði (cross-cultural psychology) er meðal annars
    rýnt í líf innflytjenda með lykilhugtökin aðlögun (adaptation) og samsömun við
    ríkjandi menningu (acculturation) að leiðarljósi. Í rannsóknum á líðan, högum og
    gengi ungmenna af erlendum uppruna (einkum 2. kynslóð innflytjenda) kemur í
    ljós að enga einfalda mynd er hægt að draga upp um hópinn, heldur skapa
    fjölmörg púsl ólíkra þátta í lífi hvers og eins heildstæða mynd. Fræðimenn
    leitast samt sem áður við að draga fram helstu mynstur og verður í erindinu
    varpað ljósi á niðurstöður þeirrar leitar. Lýst verður helstu kenningum sem tekist
    er á um og um þýðingu þeirra í ólíkum samfélögum. Í þeim beinist athygli meðal
    annars að samspili þátta í nær- og fjærumhverfi ungs fólks af erlendum uppruna,
    þar sem koma við sögu fjölskyldur, foreldrar og félagar, tungumál, skólaganga,
    stétt, gildi, hefðir og venjur uppruna- og móttökusamfélags svo fátt eitt sé nefnt.
    Staldrað verður við í hinu unga íslenska fjölmenningarsamfélagi og fjallað um
    niðurstöður hérlendra rannsókna í ljósi kenningarlegrar umræðu. Þeirri
    spurningu verður í lokin velt upp hvort í rannsóknum sé nægilega hugað að
    ungu fólki af erlendum uppruna og tækifærum þeirra í íslensku samfélagi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Púsluspil án mynsturs__Félags- og mannvísindadeild.pdf582.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna