is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20035

Titill: 
  • Leikskólinn í fjölbreytilegu menningarumhverfi : ný sýn, breyttar áherslur
  • Titill er á ensku Preschool in a diverse cultural environment : changing times call for new directions
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að leita svara við því hvernig leikskólar mæta börnum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra. Það var gert með því að skoða hvernig stutt er við erlend börn í daglegu starfi, á hvaða hátt fjölbreytileikinn er gerður sýnilegur börnum, foreldrum og starfsfólki leikskóla og hvernig foreldrasamstarfi er háttað við erlenda foreldra.
    Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk í tveimur leikskólum, en annar leikskólinn er á höfuðborgarsvæðinu og hinn í Noregi. Í báðum leikskólunum er fjölbreytileiki á meðal barna og starfsfólks. Gögnum var aflað með einstaklingsviðtölum þar sem tekin voru viðtöl við fimm starfsmenn, tvo í íslenska leikskólanum og þrjá í þeim norska. Einnig var rýnt í fyrirliggjandi gögn í leikskólunum. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn þar sem notast var við etnógrafíska nálgun.
    Helstu niðurstöður eru þær að leikskólarnir reyna eftir bestu getu að mæta þörfum barnanna með viðeigandi viðfangsefnum. Reynt er að mæta ólíkum þörfum hvers og eins og áhugi og metnaður er áberandi á meðal starfsfólksins. Ólíkir menningarheimar birtast í verkefnum barnanna og mátti víða sjá teikningar og annað tengt þjóðernum barnanna á veggjum leikskólanna. Bækur á ólíkum tungumálum, söngvar og vísur var gjarnan notað í starfinu og börnin tóku þátt í að gera fjölmenninguna sýnilega. Í báðum leikskólunum eru samskipti við foreldra mikilvæg og lögð er áhersla á að efla samskiptin við þá foreldra sem ekki höfðu náð tökum á íslenskri eða norskri tungu. Þá leiddu niðurstöður í ljós að fagmennska leikskólakennara og annarra sem koma að leikskólastarfinu skipti starfsfólkið miklu máli þar sem fjölbreytileiki er mikill og reynt er að viðhalda þekkingu kennara með símenntun og þátttöku í ýmsum verkefnum tengdum fjölbreyttum barnahópi í leikskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of this research was to look into how children and parents of foreign nationalities are met by preeschools. The purpose was to see what support foreign children get in everyday activities, how diversity is visible to children, parents and preeschool staff and how cooperation between parents is conducted with parents of foreign nationalities.
    Participants in this research were the staff of two preeschools, one of which is within the capital of Iceland but the other is in Norway. Both preeschools have diverse nationalities both among children and staff. Data was gathered through interviews with five staff members, two in Iceland and three in Norway. Available documents in the field were also examined. The research is a qualitative case study that utilized the ethnographic approach.
    The main resaults are that the staff of both preeschools do their very best to meet the needs of the children with the appropriate projects. They try to meet individual need of each child and enthusiasm and dedication is prominent among the staff. In both schools communication with parents is important, especially with those parents who haven't got a good grasp of the icelandic or norwegian languages.
    The resaults also indicated that professionalism of preeschool teachers and others involved in the schoolwork was very important to the staff since the diversity is vast and knowledge is maintained by continuing education and participation in various projects concerning diverse groups of children in preeschools.

Samþykkt: 
  • 7.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikskólinn í fjölmenningarlegu menningarumhverfi .pdf760.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna