is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20046

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu á árangur þriggja grunnskólabarna með námsörðugleika í lestri eða stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrð kennsla (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem byggir á námslögmálum. Aðferðin er skýr, nákvæm og skipulögð. Henni er ætlað að hámarka afköst kennara og árangur nemenda. Námsefni er kennt í smáum þrepum og áhersla er lögð á tafarlausa endurgjöf. Ekki er farið í nýtt námsefni fyrr en nemandi hefur náð fullri færni í fyrra námsefni. Stýrð kennsla hefur verið mikið rannsökuð og niðurstöður hafa ítrekað sýnt fram á góðan árangur kennsluaðferðarinnar. Markmið rannsóknar var að athuga áhrif stýrðrar kennslu á lestrar- eða stærðfræðifærni þriggja grunnskólanemenda með námsörðugleika, sem dregist höfðu aftur úr samnemendum sínum. Þátttakendur, sem valdir voru af hentugleika, voru tvær stúlkur og einn drengur á tíunda aldursári. Tilgáta rannsakenda var sú að stýrð kennsla auki lestrar- eða stærðfræðifærni þátttakenda. Eins og rannsakendur gerðu ráð fyrir sýndu allir þátttakendur mælanlegar framfarir í því námsefni sem kennt var með aðferðum stýrðrar kennslu og bendir það til þess að stýrð kennsla hafi haft jákvæð áhrif á færni þátttakenda. Þátttakendur höfðu ekki náð sambærilegum árangri með annarri kennslu, hvort sem um var að ræða hefðbundna kennslu eða sérkennslu. Niðurstöður rannsóknar eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á árangri stýrðrar kennslu. Rannsóknin var liður í langtímarannsókn Hörpu Óskarsdóttur á stýrðri kennslu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að full ástæða sé til þess að innleiða stýrða kennslu í íslenskt skólakerfi.

Samþykkt: 
  • 14.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu á árangur þriggja grunnskólabarna með námsörðugleika í lestri eða stærðfræði.pdf961.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna