is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20051

Titill: 
  • Styrkir til frístundastarfs. Tengsl við iðkendafjölda í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru tengsl styrkja í frístundum við iðkendafjölda í knattspyrnu skoðuð. Frístundakort Reykjavíkur var tekið í gildi síðla árs 2007. Hér verða borin saman tvö tímabil annars vegar árin 2003 til 2006 og hins vegar 2009 til 2012. Fleiri styttri tímabil verða skoðuð. Til viðbótar við Reykjavík er upplýsinga aflað frá Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Reiknuð er hlutfallsleg hætta á knattspyrnuástundun eftir að styrkveitingar tóku gildi og rafræn skráning hófst. Niðurstöður leiddu í ljós að börn eru tæplega 12% líklegri til að stunda knattspyrnu eftir að Frístundakortið tók gildi í Reykjavík. Niðurstöður í Kópavogi og í Hafnarfirði voru marktækar miðað við 95% marktæknistuðul og bentu til þess að börn væru 8-25% líklegri til að stunda knattspyrnu. Aðrar niðurstöður leiddu í ljós að börn á Akureyri eru 4% líklegri til að stunda knattspyrnu eftir að styrkir voru teknir í notkun, en þær niðurstöður eru ekki marktækar miðað við 95% marktæknistuðul. Niðurstöður rannsóknarinnar á árunum fyrir og eftir að styrkveiting hófst í Kópavogi sýndu að börn eru 11% ólíklegri til að stunda knattspyrnu á síðara tímabilinu. Við skoðun á innleiðingu rafrænnar skráningar í Hafnarfirði voru árin fyrir og eftir innleiðingu skoðuð. Niðurstöður leiddu í ljós að börn eru 39% ólíklegri til að stunda knattspyrnu á síðara tímabilinu. Taka skal fram að hér er aðeins verið að skoða tengsl frístundastyrkja við knattspyrnu en ekki við aðrar íþróttir og tómstundir sem hægt er að niðurgreiða með styrkjunum. Þar af leiðandi er ekki hægt að álykta um styrki til frístunda í heild.

Samþykkt: 
  • 19.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Styrkir til frístundastarfs - Tengsl við iðkendafjölda í knattspyrnu.pdf596.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna