is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20066

Titill: 
  • „Gott samstarf heimilis og skóla skilar sér alltaf“ : einkenni farsæls samstarfs heimilis og skóla á yngsta stigi grunnskóla
  • Titill er á ensku „A good home-school relations is always beneficial“ : characteristics of succesful home-school relations in elementary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið snýst um samstarf heimilis og skóla á yngsta stigi grunnskóla. Tilgangurinn með rannsókninni var að varpa ljósi á hvað einkennir farsælt samstarf á yngsta stigi grunnskólans, hver ber ábyrgð og hverjar eru skyldur hvers aðila þegar kemur að samstarfinu. Markmiðið var að öðlast öryggi og styrk í samskiptum við heimilin og kynnast fjölbreyttum leiðum til að hvetja foreldra til þátttöku í skólastarfi barna sinna. Auk þess var skoðað hvernig samstarf heimilis og skóla hefur þróast á undanförnum áratugum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum. Rætt var við fimm kennara, sem kenna eða hafa kennt um langa hríð á yngsta stigi, og fimm foreldra sem eiga eða hafa átt börn á yngsta stigi. Allir þátttakendur höfðu reynslu af samstarfi heimilis og skóla.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að allir aðilar töldu samstarfið mikilvægt og vildu gjarnan auka það. Munur var á viðhorfum kennara sem eru hættir störfum og viðhorfum starfandi kennara. Fyrri hópurinn taldi að áður hafi áherslan verið á umhyggju og væntumþykju en í dag sé meiri áhersla lögð á að veita upplýsingar í báðar áttir. Foreldrar litu fyrst og fremst til upplýsingaflæðisins frá skólunum og voru þrír þeirra ánægðir með það en tveir vildu auka það. Allir fundu þeir fyrir umhyggju af hálfu kennaranna.
    Við vinnu mína við rannsóknina hef ég kynnst fjölbreyttum leiðum til þess að vinna með foreldrum, efna til samstarfs og efla það. Einnig tel ég mig hafa öðlast ávinning af því að kynnast hlið foreldra þegar kemur að samstarfi heimilis og skóla. Ég bý nú yfir þekkingu á því hvað þeir telja skipta mestu máli í slíku samstarfi og hvernig þeir vilja vera þátttakendur og eiga hlutdeild í námi barna sinna.

  • Útdráttur er á ensku

    The project is focused on home-school relations at the elementary grade school level. The purpose of this research is to shed light on what characterizes successful relations at the elementary level, who are responsible and what duties lay with each individual when it comes to home-school relations. The purpose was to gain confidence and strength in communicating with homes and to get to know different ways to engage parents to participate in the schoolwork of their children. Development of home-school relations over the last few decades was also studied. A qualitative research was conducted where data was gathered through interviews. Five teachers, who either teach now or have extensive experience teaching elementary grade, and five parents whose children are in the elementary grade or have recently passed it, were interviewed. All participants had experience with home-school relations.
    The results of this research showed that all participants found these relations very important and would like to increase them. There was a difference of opinion between the retired teachers and those who are still teaching. The former group believed that formally the emphasis was on empathy and caring while nowadays the focus is more on a steady two way flow of information. For the parents the main concern was on the flow of information from the school. Three out of five were content with the current state, the remaining two would like to get more informations. All the parents felt that the teachers showed effort in caring for the students.
    While working on this research I got to know many different ways to use while approaching and working with parents, promoting home-school relations and strengthening them. I also believe I have gained much knowledge from getting to hear parent‘s point of view when pertaining to home-school relations. I now know what they feel is most important in such relations and how they would like to participate and facilitate the education of their children.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Gott samstarf heimilis og skóla skilar sér alltaf“.pdf859.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna