is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20067

Titill: 
  • Viðhorf skólastjórnenda til hlutverks skólafélagsráðgjafa í grunnskólum og lögbindingu á stöðu þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt íslenskum lögum er skólum ekki skylt að bjóða grunnskólanemum sérfræðiþjónustu skólafélagsráðgjafa. Sé litið til þeirra vandamála sem börn í nútímasamfélagi glíma við bendir þó allt til þess að þörf sé á þverfaglegu teymisstarfi innan grunnskóla sem meðal annars inniheldur skólafélagsráðgjafa. Með slíku starfi fæst ólík þekking ólíkra faghópa og sem stuðlar að alhliða velferð nemenda. Starf skólafélagsráðgjafa í grunnskólum felst meðal annars í því að vinna með mál sem snerta aðbúnað barna og líðan þeirra en sýnt hefur verið fram á tengsl þessara þátta og námsárangurs. Þá hefur sömuleiðis verið sýnt fram á að börn sem greina frá slæmri líðan í skóla eru líklegri til þess glíma við hegðunarvanda, þunglyndi og neyslu vímuefna.
    Þessari rannsókn var ætlað að varpa ljósi á skólafélagsráðgjöf í íslenskum grunnskólum. Rannsóknarspurningar voru þrjár: Hver er staða skólafélagsráðgjafar í grunnskólum á Íslandi? Hversu vel upplýstir eru skólastjórnendur grunnskóla um hlutverk og starf skólafélagsráðgjafa? Telja skólastjórnendur grunnskóla þörf á að binda stöðu skólafélagsráðgjafa í lög? Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og rafrænn spurningalisti var sendur á alla skólastjórnendur í grunnskólum landsins, bæði skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Þátttakendur voru 278 og svarhlutfall 71,2%.
    Helstu niðurstöður voru að bæta má stöðu skólafélagsráðgjafar hér á landi. Flestir þátttakendur virtust gera sér grein fyrir helstu verkefnum skólafélagsráðgjafa og voru almennt jákvæðir í garð lögbindingar á stöðu þeirra. Þekkingin var meiri meðal þátttakenda sem starfa innan skóla þar sem skólafélagsráðgjafa er að finna. Niðurstöður benda einnig til þess að þau málefni sem brenna á skólastjórnendum séu af þeim toga að þekking skólafélagsráðgjafa muni þar nýtast vel. Draga má þá ályktun að þörfin á skólafélagsráðgjöfum sé því til staðar en erfitt sé að mæta henni án lagaákvæðis.
    Lykilorð: Skólafélagsráðgjöf, skólastjórnendur, þverfaglegt samstarf, viðhorf, þekking, Grunnskólalög.

  • Útdráttur er á ensku

    Under Icelandic law, primary schools are not required to offer students the services of a professional school social worker. In view of the problems children are dealing with in modern society all indications point to the need for a multidisciplinary team working within schools, including a school social worker. Different professional groups offer different knowledge and skill sets and work together to improve the well-being of students.
    The present study was designed to shed light on the work of school social workers in Icelandic primary schools. The research questions were threefold: What is the status of school social work in Iceland? How well informed are school administrators in primary schools about the role and work of school social workers? Do school administrators in primary schools believe that school social work needs to be made mandatory? Quantitative methods were used and an electronic questionnaire was sent to the heads of all primary schools in Iceland, including both principals and assistant principals. 278 participants received the questionnaire and the response rate was 71.2%.
    The main finding from this study is that the status of school social work in Iceland could be improved. Most participants seemed to realize the importance of the work produced by school social workers and were generally positive towards a legal certification for this field of expertise. The knowledge was greater among participants who work in schools where school social workers are available. Furthermore, the results indicate that many of the issues that are worrying principals are related to the knowledge of school social workers. It can thus be concluded that there is need for school social workers but that it is difficult to meet that need with no legislation regarding the position.
    Keywords: School social work, school administrators, interdisciplinary collaboration, attitudes, knowledge, Compulsory School Act.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagny-MA.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna