is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20069

Titill: 
  • Börn vímuefnaneytenda: Barnaverndartilkynningar í Reykjanesbæ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu hátt hlutfall tilkynninga til Barnaverndar Reykjanesbæjar varðar mál þar sem vímuefnaneysla foreldra er til staðar og hverjir það eru sem tilkynna í þeim málum. Markmið hennar er einnig að kanna hvaða úrræði barnavernd notar í slíkum málum og kanna bakgrunn þeirra barna og foreldra sem tilkynnt er um. Notast var við megindlega aðferðarfræði. Innihaldsgreining var framkvæmd með gátlista á fyrirliggjandi gögnum frá Barnavernd Reykjanesbæjar. Skoðaðar voru tilkynningar þar sem grunur var um að barn væri vanrækt, hefði orðið vitni að heimilisofbeldi eða að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu á tímabilinu frá september til nóvember 2012 og tímabilinu frá febrúar til apríl 2013. Eftir að gögnum var safnað voru þau greind með tölfræðiforritinu SPSS.
    Alls voru skoðaðar 195 tilkynningar sem vörðuðu 118 börn, með það að markmiði að kanna hvort vímuefnaneysla foreldra væri til staðar í þessum málum. Vímuefnaneysla foreldris reyndist vera til staðar í 33% tilkynninga og hjá 37% barnanna (44 börn). Algengast var að notast væri við stuðningsúrræði og í flestum tilfellum fleiri en eitt stuðningsúrræði í einu. Í 58% mála þar sem notast var við stuðningsúrræði fór barn einnig í fóstur. Flestar tilkynningar komu frá lögreglu eða ættingjum öðrum en foreldrum barnanna. Niðurstöður þessar rannsóknar geta verið gagnlegar fyrir félagsráðgjafa, sem og aðra fagaðila sem starfa með börnum.
    Lykilhugtök: Börn, barnavernd, vímuefnaneysla foreldra, félagsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to assess the number of children reported to child welfare services in Reykjanesbær in relation to parental substance misuse and which parties report in these cases. Furthermore, to examine the measures child-protective services use in these cases, as well as to examine the characteristics of the parents and children that are reported. The study was quantitative. Content analysis was used on the data collected from child welfare in Reykjanesbær. Notifications to child welfare where children where reported because of negligence, when a child had witnessed domestic violence or the health or life of an unborn child was in danger from the period September to November 2012 and February to April 2013. After the data had been gathered it was analyzed in the statistical computer program SPSS.
    In all 195 notifications that were reported concerning 118 children were analyzed with the aim to find out if parental substance misuse was evident. The main results of this study show that 33% of the notifications where associated with parental substance abuse. Out of all the children cases 37% (44 children or cases) of them where associated with parental substance abuse. The results show that in the majority of cases concerned child welfare services in Reykjanesbær used supportive interventions and often more than one at a time. The results also showed that children went to foster care in 58% of cases where supportive interventions where used. The majority of reports concerning these children came from police or relatives other than the parents of the child. The results of this study can be beneficial for social workers as well as other professional that work with children.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ása Margrét Helgadóttir.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna