is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20087

Titill: 
  • Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin lýtur að svefni og sálfélagslegum erfiðleikum og er tilgangur hennar að varpa ljósi á umfang svefntengdra og sálfélagslegra erfiðleika íslenskra leikskólabarna á aldrinum 1½-5 ára. Til að ná markmiðum rannsóknarinnar var notast við fyrirliggjandi gögn sem aflað var árið 2009 með fyrirlögn ASEBA spurningalista fyrir foreldra og kennara leikskólabarna á aldrinum 1½-5 ára.
    Svör fengust frá mæðrum 307 barna og kennurum 303 barna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að yngri börn voru metin með meiri erfiðleika en þau eldri og drengir voru með meiri vanda en stúlkur. Tæplega 13% allra leikskólabarna voru metin á jaðar- og klínísku viðmiði svefnvanda. Einnig kom í ljós að kvíði/þunglyndi, einbeitingarvandi og ýgi jukust þegar svefnvandi var til staðar. Innri- og ytri vandi á jaðar- og klínísku viðmiði reyndist hvor um sig vera 20% og sama hlutfall mældist í heildarvanda. Jaðar- og klínísk viðmið þeirra þriggja undirþáttar sem voru til skoðunar mældust á bilinu 10-12%. Í ljósi niðurstaðna telur rannsakandi að svefnvanda barna þurfi að skoða nánar með tilliti til áhrifa á aðra sálfélagslega erfiðleika en þá sem hér voru til skoðunar. Þá er mikilvægt að leikskólabörn verði ekki útundan í umræðu um sálfélagslega erfiðleika því upphaf geðraskana má oftar en ekki rekja til leikskólaaldurs.

  • Útdráttur er á ensku

    The study examines sleep and psychosocial problems and the purpose is to shed light on umfang sleep- and psychosocial problems in preschool children aged 1½-5 years. To achieve the study’s objectives analysis was made of data gathered in 2009 by administration of ASEBA questionnaires to parents and teachers of preschool children aged 1½-5 years.
    Responses were received from 307 mothers and teachers of 303 children. The main findings of the study revealed that younger children were evaluated as having more difficulty than the older ones. Boys were also valuated as having more difficulties than girls. Cross-Informant agreement was low and mothers reported more problems on every single item scale, except for the attention problem scale. Prevalence for borderline and clinical levels of slepp problems was 13%. It was also found that anxiety/depression, attention problems and aggressive behavior increased when sleep problems were present. The prevalence for borderline and clinical levels of internalized, externalized and total problem scales was 20%. Finally the prevalence for borderline and clinical levels of anxiety/depression, attention problems and aggressive behavior ranged from 10-12%. Based on the study’s results, the researcher suggests that further research is needed to evaluate the extent to which sleep problems affect other psychosocial difficulties. Furthermore, it is important that preschool children are not excluded from discussion on psychosocial problem as these difficulties often develop from preschool age.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Björnsdóttir.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna