is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20100

Titill: 
  • Vísur í málörvun : kennsluefni í orðaforða fyrir 2–3ja ára börn
  • Titill er á ensku Songs in Language Development: Vocabulary Training Material for Children aged 2–3
  • Vísubók : kennsluefni í málörvun og orðaforða fyrir 2-3ja ára börn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2014 er til M.Ed.-gráðu í Náms- og kennslufræði, með áherslu á mál og læsi.
    Í verkefninu var hannað kennsluefni fyrir 2–3ja ára börn þar sem vísur og myndir eru notaðar til málörvunar og orðaforðakennslu. Verkefnið skiptist í þrjá hluta. Fyrst var gerð könnun meðal leikskólakennara sem kenna 2–3ja ára börnum. Markmið könnunarinnar var að komast að því hvaða vísur eru sungnar í leikskólum með börnum á þessum aldri. Út frá niðurstöðum könnunarinnar var kennsluefnið hannað, myndir teiknaðar og örsögur samdar. Að lokum var kennsluefnið tilraunakennt í þremur leikskólum með 2–3ja ára börnum með því markmiði að þróa kennsluefnið enn frekar.
    Kennsluefnið fékk heitið Vísubók, kennsluefni í málörvun og orðaforða fyrir 2–3ja ára börn. Vísubókin er byggð á hugmyndafræði Orðaspjalls (e.Text Talk). Tilgangur þess er að auka orðaforða, virkja málnotkun og dýpka málskilning ungra barna en einnig að örva og auka hæfni 2–3ja ára barna til tjáningar. Með kennsluefninu eru börn gerð virk þegar lesið er fyrir þau. Þau eru spurð spurninga út frá myndum, vísum og örsögum. Þannig fá þau tækifæri til þess að prófa ný orð sem kennd hafa verið. Aðferðir kennsluefnisins byggjast á samræðum, upplestri og söng sem þjálfar hlustunarskilning, söguuppbyggingu og frásagnarhæfni. Með kennsluefninu er 2–3ja ára gömlum leikskólabörnum veitt skipuleg málörvun, reynt að stuðla að eðlilegri færni þeirra í íslensku og undirstöður bernskulæsis styrktar.
    Niðurstöður tilraunakennslunnar leiddu í ljós að Vísubókin höfðaði til barna og kennara. Fallegar myndir áttu hug barnanna og þar sem kennararnir þekktu vísurnar þurftu þeir ekki að byrja á því að tileinka sér innihald kennsluefnisins. Markvert var að það kom kennurunum á óvart hvað myndirnar komu af stað miklum samræðum í barnahópnum. Með samræðum töldu kennararnir að börnin lærðu ný orð, bæði frá kennaranum og frá hvor öðru. Börnin höfðu þó minni þolinmæði fyrir örsögunum.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vísur í málörvun. Kennsluefni í orðaforða fyrir 2-3ja ára börn.pdf10.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna