is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20113

Titill: 
  • Mikilvægi morgunverðar : hver er staða þekkingar á mikilvægi morgunverðar fyrir börn og unglinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis var að kanna hver staða þekkingar er á áhrifum morgunverðar á vitræna getu, líkamlegt heilbrigði og andlega líðan barna og unglinga. Einnig að kanna áhrif morgunverðar á fæðumynstur og orkuinntöku barna og unglinga yfir daginn.
    Staða þekkingar á mikilvægi morgunverðar fyrir börn og unglinga er góð. Flestum fræðimönnum ber saman um að morgunverður sé mikilvægur. Regluleg morgunverðarneysla er talin hafa jákvæð áhrif á vitræna getu, líkamlegt heilbrigði og andlega líðan barna og unglinga. Niðurstöður rannsókna benda til að frammistaða barna og unglinga í námi sé betri en þeirra sem sleppa morgunverði. Einnig eiga börn og unglingar sem borða reglulega morgunverð síður á hættu að þróa með sér sálræna kvilla svo sem þunglyndi og kvíða tengda námi. Að auki benda niðurstöður rannsókna til þess að fæði barna og unglinga sem borða reglulega morgunverð sé almennt næringarríkara heldur en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Einnig er líkamsþyngdarstuðull almennt lægri hjá börnum og unglingum sem borða reglulega morgunverð. Tengsl eru á milli menntunar og félagslegrar stöðu foreldra og þess að börn og unglingar fái morgunverð áður en skóli hefst.
    Út frá niðurstöðum fjölda rannsókna má draga þá ályktun að regluleg morgunverðarneysla auki líkur á heilbrigðum lífsháttum barna og unglinga sem getur haft jákvæð áhrif á vitræna getu, líkamlega og andlega líðan.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi morgunverðar- 16. september- senda.pdf653.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna