is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20129

Titill: 
  • „Skólinn er vinna barnanna : þau vilja ekki taka hana með sér heim frekar en við foreldrar“ : viðhorf foreldra til heimanáms út frá ólíkum stefnum þriggja grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er heimanám á yngsta stigi grunnskóla. Sú rannsóknarspurning sem var lögð til grundvallar verkefnisins er: „Hver eru viðhorf sex foreldra á yngsta stigi grunnskólans til heimanáms út frá ólíkri stefnu skóla?“ Undirspurningin er: „Hverjir eru kostir og ókostir heimanáms að þeirra mati?“.
    Verkefnið skiptist í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða fræðilegan hluta þar sem fjallað er um heimanám út frá fræðilegum heimildum. Fjallað erum kosti og galla heimanáms, inntak þess og foreldrasamstarf. Í seinni hluta verkefnisins er gerð grein fyrir eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex foreldra barna á yngsta stigi grunnskólans, fimm mæður og einn föður, úr þremur grunnskólum. Gerð er grein fyrir rannsóknarniðurstöðum og rýnt í þær.
    Heimanám hefur verið órjúfanlegur hluti af skólastarfi í gegnum árin, en hefur á síðustu árum orðið að miklu ágreiningsefni þar sem ekki eru allir á eitt sáttir um gagnsemi þess, tilgang og þann jafnréttisgrunn sem það byggir á. Fylgjendur halda því fram að heimanám geri nemendur að betri námsmönnum, bæti námsárangur, kenni þeim tímastjórnun og gefi foreldrum kost á að taka þátt í og fylgjast með námi barna sinna. Andstæðingar heimanáms telja aftur á móti að heimanám íþyngi fjölskyldum sem og að benda á ólíkar heimilisaðstæður barna.
    Foreldrar í rannsókninni eru hlynntir heimanámi og fannst öllum það magn sem lagt er fyrir sitt barn hæfilegt. Kostirnir sem foreldrar sjá við heimanám eru einna helst upprifjun, þjálfun í sambandi við lestur, sjálfsagi og tímastjórnun sem börn læra með því að sinna heimanámi. Ókostirnir töldu þeir vera þá að verkefnin séu leiðinleg, takmarkaður frítími barna, átök inni á heimilum og álag á foreldra. Einnig finnst foreldrum heimanámið óspennandi, verkefnin óáhugaverð og telja það skapa vissa togstreitu inn á heimilum þar sem það setur foreldra oft í leiðinlega stöðu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru viðhorf foreldra til heimanáms ekki mismunandi þrátt fyrir að skólar barna þeirra starfi eftir mismunandi stefnum.

  • Útdráttur er á ensku

    “ School is children’s job. They don’t want to take it home any more than we parents do“
    Parent‘s attitude towards homework based on different school policies in three different primary schools
    The topic of this thesis is homework. The research question used as a basis of the thesis is “What are the attitudes of six parents of children in the first years of primary school towards homework, based on different school policies?” and the sub-question is: "What are the advantages and disadvantages of homework in their opinion?”
    The thesis is divided into two parts. On one hand, there is the theoretical part where homework is discussed in accordance with theoretical sources, its content and collaboration with parents. On the other hand, in the latter part of the thesis qualitative research is accounted for, including half-open interviews with six parents of children in the first years of primary schools, five mothers and one father of children from three different primary schools. Conclusions are explained and reviewed.
    Homework has over the years been an integral part of school work, but has in recent years become increasingly controversial with people disagreeing on its effectuality and the equality foundation it is based on. The pro homework people claim that homework makes pupils better students, improves their educational performance, teaches them time management and enables parents to take part in and oversee their children’s education. On the other hand, the opponents of homework maintain that homework weighs families down as well as pointing at children's different living conditions.
    The main conclusions of the research do not demonstrate different attitude of parents towards homework based on school policy. Parents want homework and all of them feel their children’s level of homework is reasonable. Nonetheless the parents think the homework is unchallenging, the assignments uninteresting and feel that this can create a certain conflict in the home where they are often put in a tiresome position. The advantages the parents find in homework are, first and foremost, revision, training of reading skills, self discipline and time management which the children learn from this. The disadvantages are, according to them, boring assignments, limited leisure time for the children, conflict within the homes and stress on the parents.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karítas_Gissurardóttir_M.Ed_verkefni.pdf926.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna