is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20166

Titill: 
  • Skilyrði þess að fá óbeint tjón bætt innan samninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá óbeint tjón bætt þegar rætt er um skaðabætur innan samninga. Hér verður leitast við að fara yfir helstu lagabálka á sviði kauparéttar og tengdra réttarsviða. Verður ritgerðin afmörkuð við lög um fasteignakaup nr. 40/2002, lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.
    Þegar samningsaðili vanefnir samning sinn gagnvart viðsemjanda sínum getur það haft í för með sér fjárhagslegt tjón. Getur sá sem fyrir vanefndinni verður gripið til þess ráðs að krefjast skaðabóta vegna þess fjárhagslega tjóns sem vanefndin veldur honum. Þegar krafist er skaðabóta vegna vanefnda gilda mismunandi reglur hvort um er að ræða beint eða óbeint tjón. Miklu máli skiptir því að skilgreina hvað telst beint tjón og hvað telst óbeint tjón.
    Fyrst verður fjallað stuttlega um nokkrar meginreglur kröfuréttar sem hafa mikla þýðingu þegar fjallað er um skaðabætur innan samninga. Síðan verður umfjöllun um hvað telst vera beint og óbeint tjón. Að lokum verða tekin til skoðunar skilyrðin til að fá óbeint tjón bætt, á hvaða grundvelli það verður gert og reifaðir verða dómar og álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa til skýringar.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elvar Jónsson final.pdf413.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna