is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20167

Titill: 
  • Óheiðarleikaákvæði 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og misneytingarákvæði 31. gr. sömu laga og samanburður þar á
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningaréttur er ein grein fjármunaréttar og er það svið lögfræðinnar sem fjallar um þær réttarreglur sem gilda um samninga og gerð þeirra og aðra löggerninga á sviði fjármunaréttar. Gagnkvæm og skýr viljayfirlýsing aðila er grundvöllur að samningsgerð og eru samningar fólgnir í gagnkvæmum loforðum um að efna skyldur sínar í samræmi við það sem samið hefur verið um. Lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga er sá lagabálkur sem notast er við á sviði samningaréttar. Er þar í fyrsta lagi fjallað um reglur sem gilda um samningsgerðina sem slíka, t.d tilboð, samþykki þess og afturköllun. Ennfremur um stofnun löggerninga í skjóli umboðs og ógildingu þeirra.
    Í þessari ritgerð mun höfundur fjalla sérstaklega um óheiðarleika og misneytingu sem ógildingarástæður í samningarétti. Þessar ógildingarástæður eru báðar lögfestar sem ógildingarheimildir í íslensku samningalögunum. Sú fyrrnefnda í 33. gr. samningalaga (hér eftir skammstafað sml.) og hin síðari í 31. gr. sömu laga. Áður en ákvæði 33. gr. og 31. gr. sml. verða skoðuð nánar mun höfundur, til aukins skilnings, fjalla stuttlega um sögulega þróun íslenskra samningalaga. Því næst verður gerð grein fyrir þeim mikilvægu meginreglum sem móta og gilda um réttarsviðið og jafnframt litið til ógildingarheimilda almennt og gerð grein fyrir helstu einkennum þeirra og réttaráhrifum.
    Um 33. gr. sml. og 31. gr. sml. verður fyrst fjallað um hvora í sínu lagi, en síðan mun höfundur leitast við að gera grein fyrir helstu einkennum ákvæðanna, þ.á.m. skilyrðum, réttaráhrifum og dómaframkvæmd. Við fyrstu skoðun ákvæðanna og í ljósi dómaframkvæmdar Hæstaréttar Íslands er ekki ljóst hvar skilur á milli gildissviðs ákvæðanna og mun höfundur því leitast við að bera greinarnar saman, skýra gildissvið þeirra nánar og gera grein fyrir því hvað reglurnar eiga sameiginlegt og hvað ekki.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóna Vestfjörð.pdf477.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna