is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20174

Titill: 
  • Málshöfðunaraðild í faðernismálum: Hvað er barninu fyrir bestu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í mgr. 10. gr. Barnalaga eru tæmandi taldir þeir sem geta stefnt í faðernismáli. Maður sem telur sig föður barns sem hefur verið feðrað samkvæmt feðrunarreglum barnalaga er ekki þar á meðal. Í dómi Hrd. 2000 bls. 4394 (419/2000) var talið að löggjöf sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn mála sinna fyrir dómstólum um málefni sem vörðuðu hagsmuni hans bryti gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Eitt helsta nýmælið í frumvarpi til núgildandi barnalaga var að veita manni sem telur sig föður barns þennan rétt. Í þessari ritgerð verður kannað hvort það sé í samræmi við bestu hagsmuni barna að sá sem telur sig faðir geti höfðað faðernismál, jafnvel þó barn sé þegar feðrað. Með hliðsjón af þörfum og hagsmunum barna verður að meta áhrif laga og framkvæmda þeirra og skoða þarfir tiltekins barns og hvaða lausn hentar því barni best og hvers konar löggjöf er sennileg til að mæta þörfum þess. Hér rekast á ólíkir hagsmunir þar sem maður sem telur sig föður barns getur haft ríka þörf og einlægan vilja til að fá viðurkenningu á faðerni og barn hefur ríka hagsmuni af því að þekkja uppruna sinn og einnig af því að friðhelgi einkalífs þess sé virt. Í þeim tilgangi verður í öðrum kafla verður farið yfir hugtakið foreldri, skoðaður greinarmunur á lagalegum og líffræðilegum foreldrum og faðernisreglum barnalaga nr. 76/2003 gerð skil. Í þriðja kafla verður farið yfir hverjir geta höfðað mál í faðernismálum og í þeim fjórða hvað er barninu fyrir bestu. Að lokum verður í fimmta kafla skoðað hvernig þessum málum er háttað á Norðurlöndum.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórir Björn.pdf732.36 kBLokaður til...07.12.2024HeildartextiPDF