is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20176

Titill: 
  • Kvenmorð á Íslandi: Saga síðustu 20 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort til séu dæmi um kvenmorð (e. femicide) á Íslandi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Kvenmorð eru angi af ofbeldi sem konur verða fyrir af hendi einstaklinga oft á tíðum í skjóli aðgerðarleysis stjórnvalda. Algengustu dæmi kvenmorða í vestrænum samfélögum eru morð í nánum samböndum. Kvenmorð er grófasta mynd ofbeldis gegn konum. Ofbeldi gegn konum er að jafnaði skilgreint sem kynbundið ofbeldi. Til að kanna hvort kvenmorð hafi átt sér stað á Íslandi síðastliðin 20 ár voru kannaðir dómar þar sem konur voru myrtar. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt þar sem átta dómar sem kona var myrt voru innihaldsgreindir. Dómar eru opinber gögn og geta þau haft ákveðnar takmarkanir þá er skráning slíkra gagna oft misgóð og innihaldsrík. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á grófustu mynd ofbeldis gegn konum og kanna hvort til séu dæmi þess að konur hér á landi hafi verið myrtar vegna kynferðis. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að kvenmorð hafa átt sér stað á Íslandi, algengast var að konur létu lífið í kjölfar ofbeldissambands og þá oftast í skilnaðarferli eða eftir skilnað. Einstaklingsbundnir áhættuþættir gerenda voru áfengis og fíkniefnaneysla og saga um ofbeldi bæði innan sem utan fjölskyldunnar. Gerendur eða vitni í málum voru ekki sérstaklega innt eftir sögu um ofbeldi í sambandi né sambandsstöðu geranda og þolanda af dómurum. Allflestir gerendur voru sakhæfir og taldnir ábyrgir gjörða sinna og hlutu refsingu. Refsingar náðu frá 5 árum allt til 18 ára þar sem algengasta refsing var 16 ár.

Athugasemdir: 
  • Í nóvember 2015 barst beiðni frá leiðbeinanda um lokaðan aðgang í tíu ár. Aðgangi er því lokað til 1. desember 2025.
Samþykkt: 
  • 16.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarndis.pdf810.62 kBLokaður til...01.12.2025HeildartextiPDF