is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20182

Titill: 
  • Hefur orðið faglegur ávinningur við tilfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga: Sveitarfélög undir 8000 manns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Málefni fatlaðs fólks fluttist þann 1. janúar 2011 frá ríki til sveitarfélaga og er það talin ein stærsta stjórnsýslubreyting sem gerð hefur verið hér á landi. Í undirbúningi við tilfærsluna voru efasemdir um hvort minni sveitarfélög hefðu bolmagn til þess að veita málaflokknum viðunandi þjónustu. Markmið rannsóknarinnar er því að skoða hvort faglegur ávinningur hafi orðið við tilfærslu málaflokksins í sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi var lægri en 8000 manns. Beitt var megindlegri rannsóknaraðferð við vinnslu rannsóknarinnar og lýsandi tölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Spurningalistinn innihélt spurningar sem höfðu það markmið að skoða viðhorf og aðgengi þátttakenda á þjónustu sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðs fólks veitti fyrir tilfærslu og nú sveitarfélög. Sendir voru út spurningalistar á alla einstaklinga 25 ára og eldri sem eru með fötlun samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, með síðari breytingum sem fengu þjónustu hjá sínu sveitarfélagi. Þrjú sveitarfélög undir 8000 manns voru skoðuð, þau voru Akraneskaupstaður, Grindarvíkurbær og Sveitarfélagið Árborg. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur hennar telja að, ákveðinn faglegur ávinningur hafi orðið við tilfærslu málefna fatlaðs fólks. Þátttakendur telja þjónustuna ekki hafa breyst við tilfærslu. Hins vegar kom fram að réttindi fatlaðs fólks, líkt og aukin hlutdeild þátttakenda í eigin þjónustu hefur aukist og eru þátttakendur almennt ánægðir með þá þjónustu sem sveitarfélögin þeirra veita þeim.

Samþykkt: 
  • 18.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal ma ritgerð - freyja Þöll - félagsráðgjafardeild.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna