is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20185

Titill: 
  • Efnahagsáhrif vegna erlendra ferðamanna og stefnumótunaráætlun ferðaþjónustunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað á Íslandi á síðustu árum og hafa komumet verið slegin ár eftir ár frá 2011 til 2014. Með þeim fjölda ferðamanna sem um ræðir er ferðaþjónusta orðin að einum stærsta grundvelli útflutningstekna þjóðarinnar. Mikilvægt er að veita þessari ört vaxandi atvinnugrein stuðning með skynsömum ákvörðunum og stuðla þannig að arðbærni og stöðugleika. Þá er þörf á gagnlegum upplýsingum hvað varðar þau áhrif sem hinn almenni ferðamaður hefur á íslenskt efnahagskerfi. Skýrsla þessi skilgreinir hins vegar efnahagslegt umsvif ferðaþjónustunnar og byggir stefnumótunaráætlun annars vegar. Þá er farið yfir hagtölur og hagræna þætti sem tengjast efnahagskerfinu almennt og síðan hvernig hægt sé að skilgreina umsvif ferðaþjónustunnar ítarlega með hjálp ferðaþjónustureikninga. En sú aðferðarfræði er unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og á þjóðin langt í land til þess að geta fullunnið ferðaþjónustureikninga hvað varðar gagnaöflun. Hægt er þó að vinna ferða-þjónustureikninga með þau gögn sem liggja fyrir en það eru aðalega tiltæk gögn úr uppruna- og ráðstöfunartöflum þjóhagsreikninga. Til þess að hægt sé að auka gæði ferðaþjónustu-reikninga er þörf á ítarlegri gögnum hvað varðar neyslu ferðamanna. Slík gögn er fengin með sk. vörureikningum en ekki hefur það tíðkast að unnir séu vörureikninga hér á landi. Í Stefnumótunaráætlun er gerð ítarleg svót-greining þar sem fram koma innri og ytri þættir ferðaþjónustunnar. Þá eru sett fram mælanleg markmið ásamt leiðarvísum að eftirfylgni þeirra markmiða. Niðurstöður skýrslunar lýsa ferðaþjónustunni sem umfangsmiklu verkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir. Stór hluti mælanlegra markmiða eru nýs eðlis og er því þörf fyrir vitundarvakningu til þess að geta gripið þau tækifæri sem að ferðaþjónustunni fylgir.

Samþykkt: 
  • 18.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnahagsáhrif vegna erlendra ferðamanna og stefnumótunaráætlun ferðaþjónustunnar.pdf885.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna