is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20188

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð ferðaþjónustu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð snýr að samfélagslegri ábyrgð í ferðaþjónustu. Rannsakað var hvernig stjórnendur í ferðaþjónstu fyrirtækjum skilgreina samfélagslega ábyrgð, hvaða þátt þeir telja mikilvægastan og hvort að samfélagsleg ábyrgð hafi áhrif á ákvörðunartöku. Einnig var svört atvinnustarfsemi skoðuð. Tekið var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og spurningarlisti hannaður út frá því viðtali. Einnig var stuðst við GRI (Global Reporting Initiative) og spurningarlista Hörpu Dísar Jónsdóttur. Gerð var bæði megindleg og eigindleg rannsókn. Sendur var út spurningarlisti á félagsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar. Einnig voru tekin einstaklingsviðtöl við stjórnendur hjá fimm fyrirtækjum.
    Helstu niðurstöður úr megindlegu rannsókninni voru að flestir eru meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð og telja hana vera hluta af ákvörðunartökuferli skipulagsheildarinnar. Í skilgreiningu þátttakenda kom það mest á óvart að einungis 24% minnast á umhverfið og mun meira er minnst á hag samfélagsins sem er 62%. Það gefur til kynna að ferðaþjónustan sé að leggja aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð. Margir verða varir við svarta atvinnustarfsemi en fáir segja að það sé svört atvinnustafsemi innan þeirra veggja. Eignindlega rannsóknin sýndi fram á svipaðar niðurstöður en gáfu þó meiri innsýn í ferðaþjónustu Íslands. Þar kom fram að stjórnendur eru með mjög mismunandi skoðanir á því hvað telst vera samfélagsleg ábyrgð. 

Samþykkt: 
  • 18.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagleg_ábyrgð-Gyða-Jón_Ingi.pdf337.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna