is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20190

Titill: 
  • Sjálfið á tímum stafræns veruleika. Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum
  • Titill er á ensku The self in times of a digital reality. Individuals experience of communicating through social media, conflict, impression management and the lack of ability to generalize about your recipient in digital communication
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til B.A. gráðu í félagsfræði er spjótunum beint að sjálfinu, eðli þess og áhrif stafrænna samskipta á það. Kenningar félagsfræðinga líkt og Erving Goffman og G.H Mead ganga út á að sjálfsmynd og skilningur mótist í samspili við samfélagið sem við tilheyrum og samskipti okkar við þá aðila sem við eigum samneyti við. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með viðtölum við einstaklinga sem eru virkir notendur samfélagsmiðla. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að áhrifastjórnun á samfélagsmiðlum líkt og Facebook er afar víðtæk þegar kemur að framsetningu viðmælenda minna, markhópur þeirra var breitt tengslanet sem þau höfðu komið sér upp í gegnum tíðina. Hafði þetta áhrif á hegðun þeirra og framsetningu á miðlinum. Samskiptum var frekar beint til þrengri hópa þar sem auðveldara var að áætla viðtöku og viðbrögð. Viðmælendur upplifðu togstreitu í þátttöku sinni á samfélagsmiðlum og gerðu fæstir greinarmun á því að vera tengdir eða aftengdir miðlunum. Allir viðmælendur voru ennfremur sammála um að ágóðinn af því að vera sífellt tengdur internetinu væri meiri en aminn sem það olli þeim að vera stöðugt í sambandi.

Samþykkt: 
  • 19.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreiðar M. Árnason.pdf731.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna