is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20201

Titill: 
  • Kvótinn og stund hinna glötuðu tækifæra: Áform um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á kjörtímabilinu 2009-2013
  • Titill er á ensku Missed opportunities in the Icelandic Fisheries Management System: Proposals for change to the individual transferable quota system in the election term 2009-2013.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar deilur hafa staðið um kvótakerfið frá því það var tekið upp við stjórn fiskveiða og hefur það verið markmið hverrar ríkisstjórnarinnar á fætur annarri að ná sátt um greinina. Eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008 varð mikill óróleiki og reiði í samfélaginu, fólk mótmælti, krafðist aðgerða og breytinga við stjórn landsins. Í kjölfarið myndaði Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð ríkisstjórn og var eitt af hennar helstu markmiðum að ráðast í heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Tvö frumvörp litu dagsins ljós, annað um stjórn fiskveiða og hitt um veiðigjöld. Frumvarpið um veiðigjöld varð að lögum en ríkisstjórninni tókst ekki að lögfesta þær grundvallarbreytingar sem gera átti í stjórnun fiskveiða. Með skírskotun til dagskrárkenninga í opinberri stefnumótun er leitast við að útskýra hvers vegna fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnunarkerfinu döguðu uppi. Færð eru rök fyrir því að kerfisbreytingar í stjórnun fiskveiða hafi komist á dagskrá stjórnvalda og að gluggi tækifæranna hafi opnast. Nýr hópur fékk aðgang að stefnunni og farvegur hennar breyttist þegar fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldisins tók við völdum. Mikill ágreiningur skapaðist bæði innan og á milli þingflokkanna og hagsmunaaðila um hvaða áhrif ætlaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefðu. Hagsmunaaðilar reyndu að benda á slæm áhrif þess að breyta um stefnu og sannfæra aðra um að stefnunni væri betur borgið í þeirra höndum. Allt bendir til þess að áhrif hagsmunaaðila og mótmæli þeirra við áætluðum breytingum hafi ekki haft úrslitaáhrif á það hvers vegna ríkisstjórninni tókst ekki að koma áformum sínum til framkvæmda. Rök eru færð fyrir þeirri niðurstöðu að ekki hafi ríkt samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar, hún hafi ekki haft vilja og úthald til að setja málið í æðsta forgang og þess vegna hafi áform um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu dagað uppi.

  • Útdráttur er á ensku

    Since the individual transferable quota (ITQ) system was introduced in fisheries management it has been regarded as highly controversial. The ITQ has been on the agenda of a number of governments with regards to reaching a consensus regarding fisheries. After the banking crisis in Iceland in 2008 there was substantial turbulence and anger within the society. People began to protest and demand action and change in the governing of the country. Subsequently, when The Social Democratic Alliance and the Left - Green Movement formed a coalition government, one of its main objectives was to undertake a comprehensive review of the fisheries management. Two bills were drawn up, one on fisheries management and another on fishing fees. The bill of fishing fees became law, but the government failed to bring into force the proposed changes to the fisheries management system. This dissertation focuses on explaining why the government failed to bring into force the proposed changes to the fisheries management, with reference to agenda setting theories in political science and public policy. It has been debated that the window of opportunity opened for policy change in fisheries management. Much controversy was generated within and between the parliamentary parties and interest groups regarding the effects of policy change in the fisheries management. The conclusion is that the government was not willing and able to act in concert, it did not have the will and capacity to make the matter a priority and for this reason they could not bring the proposed changes into force.

Samþykkt: 
  • 29.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_prent_johsig.pdf522.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna