is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20219

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð fasteignaeigenda. Sakarmat með hliðsjón af þeirri starfsemi sem fram fer á fasteign
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með skaðabótaábyrgð fasteignareiganda er almennt átt við það þegar eigandi fasteignar verður bótaábyrgur vegna muna- og/eða líkamstjóns sem rekja má til fasteignarinnar, búnaðar hennar eða eiginleika, eða þess að viðhaldi hennar og umhirðu hefur ekki verið sinnt. Sú skylda hvílir á fasteignareiganda að sjá til þess að tjón hljótist ekki af eign hans og er fasteignareigandinn því skyldugur til athafna í þeim tilfellum sem þær eru nauðsynlegar til að forða tjóni. Á það bæði við gagnvart þeim sem eiga erindi um fasteignina og gagnvart þeim sem aðeins þurfa að ganga fram hjá henni á leið sinni. Sakarreglan er meginregla um bótagrundvöll í íslenskum skaðabótarétti og gildir almennt um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda á muna- og líkamstjóni sem verður vegna fasteignarinnar. Tjón þarf þá að vera rakið til sakar fasteignareiganda en breytilegt getur verið eftir aðstæðum hversu ríkar kröfur eru gerðar til fasteignaeigenda um aðgæslu og athafnir.
    Í ritgerð þessari verður fjallað um skaðabótaábyrgð fasteignaeigenda. Ritgerðin verður einskorðuð við skaðabótaábyrgð utan samninga sem rekja má til fasteigna, búnaðar þeirra eða eiginleika, eða þess að viðhaldi þeirra og umhirðu hefur ekki verið sinnt. Tekið verður til athugunar hvort sakarmat í dómum sé breytilegt eftir eðli þeirrar starfsemi sem fram fer á fasteign og hvaða atriði hafa áhrif á sakarmat í dómum.
    Viðar Már Matthíasson fjallar um þetta svið skaðabótaréttar í bók sinni Skaðabótaréttur sem kom út árið 2005. Í niðurstöðum sínum telur Viðar Már áberandi hversu vægar kröfur eru gerðar til þeirra sem eiga eða hafa umráð yfir opinberum byggingum og íbúðarhúsnæði. Mestar kröfur séu hins vegar gerðar til athafnaskyldu þeirra sem eiga eða hafa umráð yfir fasteignum sem nýttar eru til verslunar eða þjónustustarfsemi, bæði hvað varðar aðstæður og búnað innan sem utan dyra. Í ritgerð þessari verður flokkun dóma með öðru móti en í bók Viðars Más og verða afmarkaðri svið tekin fyrir.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í 2. kafla er fjallað almennt um skaðabótaábyrgð, hlutlæg og huglæg skilyrði hennar, bótagrundvöll, meðábyrgð tjónþola og verndarandlag skaðabótareglna. Í 3. kafla er hugtakið fasteign skilgreint og fjallað um það hverjir eru eigendur og umráðamenn fasteigna. Í 4. kafla er fjallað um þann bótagrundvöll sem skaðabótaábyrgð fasteignaeigenda er reist á ef tjón stafar af fasteign og er í umfjölluninni farið yfir íslenskan, danskan, norskan og sænskan rétt. Í 5. kafla eru tekin fyrir þau ákvæði í íslenskum lögum sem fjalla um skaðabótaábyrgð fasteignaeigenda og í 6. kafla er farið yfir skyldur fasteignaeigenda, inntak skyldnanna og takmörk. Í 7. kafla er farið ítarlega yfir dóma um skaðabótaábyrgð fasteignaeigenda og sakarmatið skoðað út frá hagnýtingu fasteigna eða húsnæðis en sú athugun er þungamiðja ritgerðarinnar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er svo að finna í 8. kafla.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman - lokaskil .pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna