is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20229

Titill: 
  • Almannavarnir Íslands: Breyttir tímar og nýjar áherslur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saga almannavarna á Íslandi nær aftur til ársins 1940 eða við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Íslendingar höfðu upphaflega byggt utanríkismál sín á hlutleysisstefnu en þrátt fyrir það var Ísland hernumið af Bretum í maí 1940. Ljóst var því að Íslendingar þyrftu að huga að sínum varnarmálum. Loftvarnarnefnd Reykjavíkur var stofnuð í kjölfarið til bráðabirgða, gerður var varnarsamningur við Bandaríkin og varð Ísland eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins. Í ritgerðinni verða þessi atriði skoðuð nánar og farið yfir hvaða leiðir Ísland fer til að tryggja öryggi sitt og varnir. Helsta markmið með þessari ritgerð er að meta hvaða leiðir Almannavarnir notast við til að tryggja öryggi Íslands. Farið verður yfir sögu og hlutverk almannavarna og greiningar á helstu ógnum sem steðja að landinu. Einnig verður farið yfir hvort kostir almannavarna séu nægilega miklir til þess að bregðast við þeim ógnum sem steðja að Íslandi. Við þetta mat verður stuðst við ýmis rit og greinar og þá einna helst niðurstöður áhættuskoðunar almannavarna frá 2011 og Áhættumatsskýrslu Íslands frá 2009. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að mikilvægt er að taka þeim ógnum sem steðja að landinu alvarlega, byggja upp áfallaþol samfélagsins og vera með viðbragðsáætlanir til taks. Almannavarnir Íslands eru mikilvægar þegar kemur að því að tryggja öryggi og varnir landsins og því þarf að hlúa vel að starfseminni.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA2015 lokaskjal Karen.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna