is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20260

Titill: 
  • Sjö konur og 28 karlar sendiherrar: Kynin, rými og orðræða í ljósi femíniskrar mannfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt úttekt World Economic Forum árið 2014, stendur Ísland í fyrsta sæti hvað varðar jafnréttismál kynjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skýrði frá því í viðtali sama ár, að ef til vill halli á konur í utanríkisþjónustu Íslands vegna þess að „sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu á milli landa.“ Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvernig skýra megi misjafna stöðu kynjanna, sem virðist enn vera til staðar í nútímasamfélagi, í ljósi femíniskrar mannfræði. Farið verður yfir hugmyndafræðilega þróun í femíniskri mannfræði og hvernig kenningar um kynin hafa tekið breytingum í sögulegu samhengi. Meðal þeirra er kenning Rosaldo um heimarými kvenna og almannarými karla sem ég tvinna saman við kenningar um mátt orðræðunnar og nota til þess að spegla stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Í því samhengi lít ég meðal annars til kvennahreyfinga sem hafa orðið til á Íslandi og forsetaframboðs Vigdísar Finnbogadóttur. Þar nýti ég mér umfjöllun Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, um það hvernig fortíðin getur enn verið lifandi í nútímanum. Einnig stikla ég á gagnrýni sem hefur komið fram á femíniska mannfræði, bæði meðal fræðimanna og almennings, sem vilja meina að ekki sé tekið tillit til þess fjölbreytileika sem fyrirfinnst meðal kvenna og karla. Að lokum fer ég yfir tilraunir Sameinuðu þjóðanna til þess að sameina rými karla og kvenna, til dæmis með herferðinni HeForShe. Slíkar aðgerðir eru í samræmi við nýlegar kenningar fræðimanna sem benda á að þátttaka karla sé nauðsynleg í jafnréttisbaráttu kynjanna.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árný Arnarsdóttir.pdf727.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna