is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20300

Titill: 
  • Enginn maður er eyland. Útsendir starfsmenn í sjávarútvegi og -iðnaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Alþjóðleg mannauðsstjórnun hefur verið skilgreind sem verkefni og vandamál mannauðsstjórnunar sem tilkomin eru vegna alþjóðavæðingar viðskiptaheimsins. Alþjóðavæðingin hefur kallað á þá nauðsyn að stjórnendur hugsi í alþjóðlegu samhengi og að hægt sé að færa fólk, hugmyndir og upplýsingar heimshorna á milli. Þessi landamæralausi heimur kallar á þekkingu á ólíku menningarumhverfi, stjórnmálum, lagalegu umhverfi, siðum og venjum.
    Tilgangur verkefnisins er að skoða skoða hvernig íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og -iðnaði hafa haldið utan um málefni útsendra starfsmanna sinna. Hvernig þau hafa staðið að starfsmannavali og þjálfun. Hvernig þau hafa stutt við starfsmenn sína og fjölskyldur þeirra. Hvað hafði áhrif á aðlögun starfsmannanna, til að mynda persónueinkenni, fyrri reynsla og þekking á menningunni, sem og umhverfið sjálft. Einnig er heimkoman skoðuð og að hve miklu leyti fyrirtækin nýttu sér þá þekkingu og reynslu sem starfsmaðurinn öðlaðist á starfstímabilinu og hvaða áhrif þetta hafði á starfsferil viðkomandi.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta menn sem allir hafa starfað sem útsendir starfsmenn og innan sjávargeirans. Niðurstöður benda til þess að fjárhagslegt öryggi var tryggt en ekki lögð áhersla á stuðning við mennningarlega aðlögun starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Í starfsmannavali var áhersla helst á tæknilegan bakgrunn, svo sem rétta menntun, þekkingu og tengsl við sjávargeirann. Fyrri reynsla af því að búa erlendis, til dæmis þekking á hefðum, siðum og tungumáli, sem og persónuleg einkenni hafði áhrif á aðlögun og vellíðan starfsmann, einnig umhverfið sjálft, öryggi, heilbrigði og kunnugleiki þess. Líðan maka og fjölskyldu hafði áhrif, bæði á aðlögun og ákvarðanir varðandi heimkomu. Niðurstöður benda til þess að heimkoman reyndist erfið og að lítill sem enginn stuðningur hafi verið við starfsmenn sem sneru aftur heim. Engin markviss stefna virðist hafa verið í því að halda þekkingu starfsmanna innan fyrirtækja og misstu þau þekkinguna frá sér í flestum tilvikum. Þetta starfstímabil reyndist flestum viðmælenda upphaf starfsferils sem hefur einkennst af alþjóðlegum samskiptum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Enginn maður er eyland_útsendir starfsmann í sjávarútvegi og -iðnaði __Sigrún Edda Eðvarðsdóttir.pdf891.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna