is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20311

Titill: 
  • Íslensk ferðaþjónusta í örum vexti. Ferðahegðun helstu ferðamannaþjóða
  • Titill er á ensku Tourism growth in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Frá 1949 hefur erlendum heimsóknum til Íslands fjölgað um 7,5% að meðaltali á ári og ef reiknað er með sama áframhaldandi vexti mun fjöldi ferðamanna tvöfaldast á tíu ára fresti. Þessi mikli vöxtur skilar miklum gjaldeyristekjum til landsins. Árið 2013 var ferðaþjónustan stærsta útflutningsgrein Íslands. Hins vegar hefur eyðsla á hvern ferðamann farið lækkandi undanfarin ár. Milli 2011 og 2013 lækkaði kortavelta í íslenskum krónum á hvern ferðamann um 11% á föstu verðlagi.
    Síðustu ár hefur verið mikil aukning á framboði á flugi til Íslands. Framboðið frá þeim þjóðum sem eiga 90% af gistinóttum hérlendis hefur aukist um 52% frá 2010. Aukningin hefur verið meiri utan háannartíma. Um 88% aukning hefur verið á framboði utan háannar en 21% yfir háannartíma. Þetta er í samræmi við lykilverkefni ferðaþjónustunnar um að lækka árstíðarsveiflu ferðamanna. Bretar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru fjölmennir hér á landi. Mikil aukning hefur verið á framboði á flugferðum frá þeim löndum frá árinu 2010.
    Árstíðarsveifla ferðamanna hefur minnkað í takt við aukningu á flugi utan háannartíma. Bretar eru fjölmennasta ferðamannaþjóðin hér á landi ásamt því að vera með minnstu árstíðarsveifluna. Tæplega 90% breskra ferðamanna koma til Íslands utan háannartíma. Þýskir ferðamenn koma mun meira yfir háannartíma eða rúmlega 60%.
    Með vexti á framboði á flugi til Íslands verður auðveldara að koma og dvelja styttra hér á landi. Gistináttafjöldi á hvern ferðamann hefur lækkað. Ferðamenn gista 21% færri nætur á hótelum og gistiheimilum en þeir gerðu árið 2002. Þjóðverjar eru þeir ferðamenn sem gista lengst af öllum ferðamönnum.
    Svisslendingar er þeir ferðamenn sem var með hæstu kortaveltu á hvern ferðamann hér á landi árið 2013 eða alls um 212.000 kr.. Norðmenn koma næst á eftir með um 161.000 kr.. Bretar eru fjölmennastir hér á landi ásamt því að vera með minnstu árstíðarsveifluna. Kortavelta þeirra á hvern ferðamann er hins vegar aðeins um 78.000 kr. eða 171% lægri en kortavelta Svisslendinga.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk ferðaþjónusta í örum vexti-Ferðahegðun helstu ferðamannaþjóða.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna