is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20312

Titill: 
  • Þróun í uppbyggingu íslenska vinnumarkaðarins. Vöxtur há- og lágfærnistarfa á kostnað miðfærnistarfa
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Algeng skoðun á meðal fræðimanna á 9. og 10. áratug síðustu aldar var að tæknivæðing og tækniframþróun væri bjöguð m.t.t. færni vinnuafls, þ.e. að eftirspurn eftir vinnuafli væri vaxandi fall af færni og að þess vegna auki viðvarandi tækniframþróun álag á eftirspurn eftir háfærni vinnuafli en minnki álag á eftirspurn eftir lágfærni vinnuafli.
    Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa rannsóknir hins vegar sýnt fram á ákveðna leitni á vinnumörkuðum í bæði Evrópu og í Bandaríkjunum sem lýsir sér í tilfærslu í hlutfalli starfandi frá miðtekju- miðfærni störfum yfir í bæði hátekju- háfærnistörf og lágtekju- lágfærnistörf. Þessari þróun hefur verið lýst með hugtakinu pólun starfa en þróunin gengur þvert á hugmyndir manna um að tækniframþróun sé bjöguð í hag færni.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort pólun starfa sé að eiga sér stað á íslenska vinnumarkaðinum. Í ritgerðinni er smíðaður sérstakur færnikvarði til þess að meta færni vinnuaflsins og út frá honum er skoðuð þróun í hlutfalli starfandi innan starfaflokka yfir tímabilið 1991 – 2011.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að sama þróun á sér stað á íslenska vinnumarkaðinum og á öðrum iðnvæddum vinnumörkuðum þar sem hlutfall starfandi í há- og lágfærnistörfum vaxa á kostnað miðfærnistarfa. Mestur hlutfallslegur vöxtur er í háfærni starfaflokkum eins og í ýmsum sérfræði- og sérhæfðum störfum og í lágfærnistörfum eins og afgreiðslu-, sölu- og sýningarstörfum sem og í störfum verkafólks í iðnaði, fiskvinnslu og samgöngum en mestur neikvæður vöxtur er í ýmsum miðfærnistörfum eins og í almennum ritara- og skráningarstörfum, störfum véla- og vélgæslufólks og störfum í iðnaði. Pólun starfa á sér stað hjá báðum kynjum en þróunin er þó gerólík.
    Brotthvarf kvenna úr miðfærnistörfum endurspeglast að nær öllu leyti í innreið þeirra í háfærnistörf. Aftur á móti endurspeglast brotthvarf karla úr miðfærnistörfum nær einungis í aukningu í lágfærnistörfum en sú niðurstaða ein og sér fellur vel við hratt vaxandi menntastig kvenna og mun hægari vöxt í menntastigi karla.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Geir Guðjónsson.pdf800.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna