is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20315

Titill: 
  • Vinnusiðferði háskólanema og samband þess við námsárangur
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er vinnusiðferði (e. work ethic) og var tilgangur hennar að skoða samband vinnusiðferðis við námsárangur nemenda í háskólanámi. Þátttakendur voru samtals 238 nemendur við Háskóla Íslands sem voru ýmist í grunnnámi eða framhaldsnámi í viðskiptafræðideild skólans. Notast var við megindlega aðferðafræði þar sem spurningalisti var lagður fyrir nemendur í kennslustundum og var svarhlutfallið 96,75%. Notast var við fjölþátta vinnusiðferðislistann við mælingu á vinnusiðferði nemenda og var meðaleinkunn notuð sem mæling á námsárangri. Til þess að öðlast ítarlegri og heildstæðari upplýsingar var gerður samanburður á hópum, annars vegar eftir kyni og hins vegar eftir námsstigi. Niðurstöður rannsóknarinnar veittu vísbendingu um samband á milli vinnusiðferðis nemenda og námsárangurs þar sem meðaleinkunn fór hækkandi eftir því sem þátttakendur lögðu meiri áherslu á skipuleggja sig og að koma í veg fyrir tímasóun. Einnig reyndust konur vera með hærra vinnusiðferði en karlar sem gæti hugsanlega átt þátt í að skýra þá niðurstöðu að konur voru jafnframt með hærri meðaleinkunn. Samband náms og vinnu var einnig kannað og sýndu niðurstöður fram á að þátttakendur sem voru að vinna samhliða námi voru á heildina litið með lægri meðaleinkunn heldur en þeir sem ekki voru að vinna með námi sínu. Niðurstöður gáfu auk þess til kynna samband á milli vinnusiðferðis nemenda og námsstöðu þeirra. Þetta er ný nálgun í rannsóknum á vinnusiðferði sem vert væri að skoða nánar í frekari rannsóknum á viðfangsefninu. Niðurstöður rannsóknarinnar veita vísbendingar um mikilvægi vinnusiðferðis í tengslum við námsárangur háskólanema.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár, þ.e. til 21. febrúar 2017.
Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnusiðferði háskólanema og samband þess við námsárangur.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna