is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20316

Titill: 
  • Útflutningur á ferskum þorski, þróun og framtíð
  • Titill er á ensku Export of fresh cod, development and future
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegur hefur alltaf skipt íslensku þjóðina miklu máli. Þrátt fyrir að dregið hafi úr mikilvægi hans á síðustu árum, þá er þetta ennþá ein af stærstu útflutningsgreinum landsins. Af öllum fisktegundum sem Íslendingar flytja út þá er þorskurinn einna mikilvægastur þar sem hann skilar mestu útflutningsverðmæti.
    Þessi ritgerð fjallar um þær breytingar sem hafa átt sér stað í útflutningi á ferskum, unnum þorski. Leitast er við að skýra ástæðuna fyrir þessari aukningu ásamt því að leiða líkum að því hvað muni gerast í framtíðinni. Einnig er komið inn á þau áhrif sem fiskveiðikvótinn hefur haft og hvort hann eigi eftir að breytast í framtíðinni.
    Til að fá sem nákvæmustu niðurstöður er notast við eigindlega aðferðafræði. Fæstir hafa þekkingu á þessu sviði og því ekki í boði að styðjast við megindlega aðferðafræði. Útbúnar voru spurningar fyrir djúpviðtöl og haft samband við fimm einstaklinga með þekkingu í þessum geira. Viðtölin tóku 30-40 mínútur hvert og fóru þau öll fram á vinnustað viðmælenda. Allir viðmælendur gáfu leyfi fyrir því að viðtölin yrðu hljóðrituð til að auðvelda greiningu og vinnslu þeirra.
    Niðurstöður benda til þess að aukningin á útflutningi á ferskum þorski stafi af ýmsum ástæðum. Sú helsta er að þannig fæst hæst verð fyrir vöruna og seljendur leitast alltaf við að fá sem mest fyrir vöru sína.
    Aðrar ástæður eru að Íslendingar búa yfir samkeppnisforskoti vegna nálægðar við miðin og að betri kælitækni hefur leitt til þess að hægt er að flytja meira með skipum.
    Með því að selja fersk flök/bita þá koma greiðslur fyrr og setið er uppi með minni birgðir. Þessi aukning er einnig á kostnað saltfisks, löndin sem flytja mest inn af honum komu verst út úr efnahagshruninu og verð á honum lækkað í kjölfarið.
    Þessi aukning kemur til með að halda áfram þökk sé Norðmönnum og markaðssetningu þeirra sem opnað hefur fleiri markaði. Framboðið er einnig það stöðugt að eftirspurn mun aukast eins og hún hefur verið að gera undanfarið.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragi_Michaelsson_BS.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna