is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20332

Titill: 
  • Mótun sjálfsmyndar. Hvaða félagslegu þættir hafa áhrif á sjálfsmynd unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs við mannfræðideild Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða félagslegu þættir geta haft áhrif á sjálfsmynd unglinga.
    Í upphafi verkefnis er hugtakið habitus skoðað og stuðst er við mannfræðilega nálgun í þeim efnum. Skoðuð verða hugtök eins og sjálfsmynd, þroski sjálfsmyndar, unglingsárin, mismunur á sjálfsmynd eftir kyngervi einstaklinga og uppeldi. Einnig eru skoðaðir ákveðnir þættir í samfélaginu til dæmis menning, fjölmiðlar og útlitsdýrkun. Aflað var heimilda sem tengdust efninu, bæði úr fræðibókum úr mannfræði, fjölmiðlafræði og sálfræði. Fræðigreinar voru lesnar og þýddar yfir á íslensku.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ótal margir þættir snerta sjálfsmynd unglinga. Ber þar hæst að nefna uppeldisaðferðir, hreyfingu og lífsstíl. Samskipti, tengslanet unglinga og fjölmiðlar skipa einnig stóran þátt. Mótun sjálfsmyndar markast af þessum og fjölmörgum öðrum þáttum og erfitt er að finna eitt einhlítt svar við spurningunni. Þessi ritgerð mun hinsvegar leitast við að reyna að veita innsýn í þetta margbrotna og fróðlega málefni. Það verður að teljast afar líklegt að erfðafræðileg samsetning einstaklinga og upplag þeirra, hafi mikil áhrif á það hverjir þeir eru og hvernig þeirra sjálfmynd mótast. Um þann þátt verður ekkert fjallað í þessari ritgerð, heldur er sjónum beint að mannfræðilegri nálgun sem byggir á félagslegri mótun sjálfmyndar.
    Lykilorð; habitus, sjálfsmynd, unglingar, félagsmótun, samfélag, menning, fjölmiðlar

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final work for BA in anthropology at the University of Iceland. The main purpose was to examine which social factors can affect teenager´s self-identity.
    At the beginning the concept of habitus was examined from anthropological perspective. Concepts like self-identity, development of self-identity, adolescence, difference in self-identity based on gender and upbringing. Certain societal factors were also looked into, for example culture, media and appearance-obsession. Sources related to the subject were collected, both from academic books of anthropology, media studies and psychology . Articles were read and translated into Icelandic.
    The main results showed that many factors affect the self-identity of teenagers. For example, the way children are brought up, exercise and lifestyle. Communication, teenagers´ network and the media also play a big role. The formation of self-identity is affected by these and many other factors and it is difficult to find one right answer to the question. This thesis will however seek to offer an insight into this complicated and interesting issue. It must be said that it is highly likely that genetic combination of individuals and their nature does highly affect who they are and how their self-identity is formed. This thesis does not cover that issue, but emphasizes the anthropological approach which is based on the social formation of self-identity.
    Key words: habitus, self- identity, teenagers, social formation, society, culture, media

Samþykkt: 
  • 12.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-Guðrún Jóna Stefánsdóttir 2.pdf605.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna