is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20356

Titill: 
  • Fólk og flúr: Vefsíða um mannlegu hlið húðflúra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er hluti af meistaraverkefni okkar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, og kynnir vinnuferlið á bak við vefsíðuna Fólk & Flúr (http://folkogflur.is/) sem er myndablogg helgað mannlegu hlið húðflúra. Við hittum fjölbreyttan hóp fólks með húðflúr, tókum af fólkinu myndir í sínu daglega umhverfi og tókum við það opin viðtöl með flúrin sem útgangspunkt. Upp úr viðtölunum unnum við tilvitnanir sem lýsa í stuttu máli fjölbreyttri reynslu viðmælenda af lífinu með húðflúr.
    Skýrslan útlistar allt frá hugmyndavinnu og innblástri að vefsíðunni eins og hún birtist almenningi. Ekki er snert á fræðilegri umfjöllun um húðflúr og menningu þeirra, heldur kynnum við vefsíðufræðin sem liggja að baki því að setja upp slíkan vef. Þá greinum við notendur síðunnar stuttlega og segjum við einnig frá viðtökunum sem hún hlaut í kjölfar birtingar.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 14.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fólk&Flúr.pdf3.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna