is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20371

Titill: 
  • Samspil valdheimilda forseta Íslands og ráðherra í lögum nr. 33/1944 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
  • Titill er á ensku Interaction of the powers of the President of Iceland and Ministers (as described in) Act no. 33/1944 Constitution of the Repulic of Iceland.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samskipti forseta Íslands og ráðherra hafa á undanförnum árum ekki alltaf verið til fyrirmyndar.
    Allt frá því að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tók gildi hafa verið deilur um hvert eiginlegt
    stjórnskipulegt hlutverk forsetans er, en margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að völd hans séu
    einungis formlegs eðlis. Þar að lútandi sé það ráðherra sem fari með öll þau völd sem kveðið er á
    um í stjórnarskránni og snúa að forseta Íslands.
    Ekki verður frá því vikið að þegar kemur að heimild forseta til að synja lögum sé staðfesting á
    þeim valdheimildum sem forseti einn fer með og reynt hefur á að þar sé engin þörf á atbeina
    ráðherra.
    Getur verið að valdheimildir forseta og ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar séu
    hvorki völd forseta né ráðherra heldur sé þar um að ræða valdheimildir sem forseti og ráðherra
    deila og ákvarða um í sameiningu.
    Rýnt verður í ákvæði laga og skrif fræðimanna á valdheimildum forseta og ráðherra er varðar
    túlkun þeirra ákvæða er kveða á um valdheimildir framangreindra aðila og þá aðallega í
    ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
    Í ritgerð þessari verða gerð ítarleg skil á valdheimildum forseta Íslands og ráðherra er þeim er
    veitt samkvæmt ákvæðum laga nr. 33/1944 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þá verður farið yfir
    hvernig samspil valdheimilda forseta og ráðherra birtast í framangreindum lögum.

Samþykkt: 
  • 16.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samspil valdheimilda forseta Íslands og ráðherra í lögum nr. 33_1944 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands..pdf803.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna