is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20384

Titill: 
  • Sigurður Guðmundsson. Sviðsetningar og textar í ljósmyndaverkinu Situations
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar (1942), Sviðsetningar, sem hann kallar Situations, frá árunum 1970-1982. Sigurður var í hópi fyrstu hugmyndalistamanna á Íslandi og list hans hefur alla tíð verið mjög fjölbreytt. Ljósmyndaverkin eru skoðuð með hliðsjón af fyrstu skáldsögu Sigurðar, Tabúlarasa, frá 1993. Þá verða hugmyndir þýska skáldsins og heimpekingsins Friedrich Schiller (1759-1805) um fegurð og listir sem fram koma í riti hans Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins (1795) skoðaðar í samhengi við listsköpun Sigurðar. Konseptlist verða einnig gerð skil.
    Sannleikur og fegurð eru Sigurði mikilvæg hugtök, og skýr markmið og tilgangur lágu að baki ljósmyndaverkunum Situations. Það má segja að eitt af markmiðum hans í verkunum hafi verið að hlutgera minningar sínar og í ritgerðinni verður leitast við að rannsaka hvort og þá hvernig hann náði þeim fram. Sex verk úr seríunni hafa verið valin til greiningar í ritgerðinni. Sigurður þróaði með sér ákveðna lífsspeki út frá heimspeki- og bókmenntatextum rithöfunda og skálda 19. aldar og byggði hann listsköpun sína á henni. Þar skipta náttúran, sannleikur og fegurð miklu máli og notaðist hann við ákveðna aðferð til að fá innblástur fyrir verkin þar sem aðalmarkmiðið var að fá hugmyndir út frá tilfinningum eða kenndum sem hann kallar grunntóninn í sjálfum sér. Schiller lagði áherslu á gildi tilfinninga í listum og taldi þjóðfélagið leggja of mikla áherslu á skilning og skynsemi og samræmast kenningar hans lífsspeki og listsköpun Sigurðar á áhugaverðan hátt.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Þórey.pdf792.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna